Veðjar á framtíð tölvutækninnar Freyr Bjarnason skrifar 28. mars 2014 07:00 Spenntur tölvuleikjaðdáandi prófar Oculus á ráðstefnu í Las Vegas. Mynd/AP Facebook keypti nýlega fyrirtækið Oculus sem hefur þróað sýndarveruleikatæki sem er ætlað fyrir tölvuleikjamarkaðinn. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sér mikla möguleika í fyrirtækinu, sem hann keypti á yfir 220 milljarða króna. „Farsímar eru tæki nútímans en núna erum við að setja okkur í stellingar fyrir vettvang framtíðarinnar. Mér finnst langmest spennandi sú tækni sem snýst um sjónræna þáttinn eða að breyta því sem þú sérð yfir í kraftmikla upplifun,“ sagði Zuckerberg. „Með þessum samningi er verið að veðja langs tíma á framtíð tölvutækninnar. Ég tel að Oculus gæti verið einn af þessum vettvöngum.“ Oculus hóf starfsemi sína eftir hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter. Fyrirtækið hefur enn ekki sett neina vöru á markað en hefur þess í stað þróað sýndarveruleikatæki sem hefur vakið mikið umtal í tölvuleikjasamfélaginu. Sumir velta fyrir sér hvort Zuckerberg sé orðinn viti sínu fjær með því að eyða 220 milljörðum króna í kaup á fyrirtækinu innan við fimm vikum eftir að hann festi kaup á farsímaforritinu WhatsApp á yfir tvö þúsund milljarða króna. Engu að síður er ljóst að hann er farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi tækniþróun og virðist ætla sér að gera Facebook að meiru en bara samfélagsmiðli. Gaman verður að sjá hvort þetta skrítna tæki, Oculus, eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni eins og Zuckerberg gerir sér vonir um.Ánægður með áhuga Facebook Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur verið í samstarfi við Oculus um sýndarveruleikaútgáfu leikjarins Eve: Valkyrie. Aðspurður segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fullsnemmt að gefa út um það hvort kaup Facebook á Oculus mun hafa einhverja þýðingu fyrir CCP. „Við erum ánægðir með að risastórt fyrirtæki eins og Facebook sýnir þessu tækniundri þennan áhuga. Það er gott að fleiri deila þessum áhuga,“ segir Hilmar Veigar og bætir við að „þetta sýndarveruleikafyrirbæri“ sé að verða sífellt mikilvægara. Hann kveðst ekki geta greint frá því hvenær EVE: Valkyrie er væntanlegur í samstarfi við Oculus. Marc „Notch“ Persson, höfundur tölvuleikjarins Minecraft, hefur aftur á móti engan áhuga á að vinna með Facebook. Eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á Oculus hætti hann við áætlun um að gefa út sýndarveruleikaútgáfu af Minecraft í gegnum Oculus. Ástæðan sem hann gaf upp var sú að hann treysti ekki Facebook. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Facebook keypti nýlega fyrirtækið Oculus sem hefur þróað sýndarveruleikatæki sem er ætlað fyrir tölvuleikjamarkaðinn. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sér mikla möguleika í fyrirtækinu, sem hann keypti á yfir 220 milljarða króna. „Farsímar eru tæki nútímans en núna erum við að setja okkur í stellingar fyrir vettvang framtíðarinnar. Mér finnst langmest spennandi sú tækni sem snýst um sjónræna þáttinn eða að breyta því sem þú sérð yfir í kraftmikla upplifun,“ sagði Zuckerberg. „Með þessum samningi er verið að veðja langs tíma á framtíð tölvutækninnar. Ég tel að Oculus gæti verið einn af þessum vettvöngum.“ Oculus hóf starfsemi sína eftir hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter. Fyrirtækið hefur enn ekki sett neina vöru á markað en hefur þess í stað þróað sýndarveruleikatæki sem hefur vakið mikið umtal í tölvuleikjasamfélaginu. Sumir velta fyrir sér hvort Zuckerberg sé orðinn viti sínu fjær með því að eyða 220 milljörðum króna í kaup á fyrirtækinu innan við fimm vikum eftir að hann festi kaup á farsímaforritinu WhatsApp á yfir tvö þúsund milljarða króna. Engu að síður er ljóst að hann er farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi tækniþróun og virðist ætla sér að gera Facebook að meiru en bara samfélagsmiðli. Gaman verður að sjá hvort þetta skrítna tæki, Oculus, eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni eins og Zuckerberg gerir sér vonir um.Ánægður með áhuga Facebook Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur verið í samstarfi við Oculus um sýndarveruleikaútgáfu leikjarins Eve: Valkyrie. Aðspurður segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fullsnemmt að gefa út um það hvort kaup Facebook á Oculus mun hafa einhverja þýðingu fyrir CCP. „Við erum ánægðir með að risastórt fyrirtæki eins og Facebook sýnir þessu tækniundri þennan áhuga. Það er gott að fleiri deila þessum áhuga,“ segir Hilmar Veigar og bætir við að „þetta sýndarveruleikafyrirbæri“ sé að verða sífellt mikilvægara. Hann kveðst ekki geta greint frá því hvenær EVE: Valkyrie er væntanlegur í samstarfi við Oculus. Marc „Notch“ Persson, höfundur tölvuleikjarins Minecraft, hefur aftur á móti engan áhuga á að vinna með Facebook. Eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á Oculus hætti hann við áætlun um að gefa út sýndarveruleikaútgáfu af Minecraft í gegnum Oculus. Ástæðan sem hann gaf upp var sú að hann treysti ekki Facebook.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira