Hvalkjöt ekki lengur eftirsótt í japan Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. mars 2014 10:00 Salan í Japan er nú orðið að mestu bundin við sérverslanir eða sérhæfða veitingastaði. Vísir/AP Á seinni árum hefur sala á hvalkjöti verið treg í Japan. Það hefur safnast fyrir í frystigeymslum við hafnir landsins. Fyrir nokkrum áratugum var hvalkjöt ein helsta uppistaðan í fæðu Japana. Nú er svo komið að það selst varla nema á sérhæfðum veitingastöðum og í sérverslunum, og er þar nokkru dýrara en annað kjötmeti. Í sumum sjávarplássum, sem hafa leyfi til strandveiða í smærri stíl, er hvalur að vísu oftar á borðum en almennt tíðkast annars staðar í landinu. Þá hefur hvalkjöt verið notað í stórum stíl í skólamáltíðir, en sú notkun þess hefur verið gagnrýnd. Birgðir af hvalkjöti í frystigeymslum landsins voru 4.600 tonn í lok ársins 2012, en voru 2.500 tonn árið 2002. Þrátt fyrir þetta stefna Japanar á að veiða um 1.300 hrefnur á ári hverju, auk þess sem Íslendingar gera sér vonir um að þeir taki við allt að 2.000 tonnum af kjöti sem verið er að flytja þangað þessa dagana. Á mánudaginn kemur kveður Alþjóðadómstóllinn í Haag upp endanlegan úrskurð í deilu Ástrala og Japana um hvalveiðar. Ástralar fara fram á að svonefndar vísindaveiðar Japana við Suðurskautsland verði úrskurðaðar ólöglegar, en Japanar segja dómstólinn ekki hafa lögsögu í þessari deilu og vilja að hann viðurkenni það. Úrskurðurinn nær eingöngu til hvalveiða Japana við Suðurskautsland, en þar hafa þeir veitt um þúsund dýr árlega. Jafnvel þótt úrskurðurinn falli Áströlum í vil, þá breytir það engu um aðrar hvalveiðar Japana, en þeir stunda einnig hvalveiðar í Norður-Kyrrahafi og heima við, út af ströndum Japans. Í skýrslu sérfræðinga árið 2011 var nefnt að líklega myndu strandveiðar í smáum stíl duga til þess að anna þeirri litlu eftirspurn, sem enn er eftir hvalkjöti í Japan. Yfirlýst markmið vísindaveiðanna, sem Japanar hafa stundað allt frá árinu 1987, er að kanna hvort hvalveiðar í hagnaðarskyni geti verið sjálfbærar í þeim skilningi að hvalastofnarnir þoli þær, en spurningin virðist nú fremur snúast um það hvort þær borgi sig. „Það er ekki raunhæft að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni á ný. Þetta markmið er ekki lengur neitt annað en réttlæting þess að halda áfram vísindaveiðum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Ayako Okubo, sem er haffræðingur við háskólann í Tokai. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Á seinni árum hefur sala á hvalkjöti verið treg í Japan. Það hefur safnast fyrir í frystigeymslum við hafnir landsins. Fyrir nokkrum áratugum var hvalkjöt ein helsta uppistaðan í fæðu Japana. Nú er svo komið að það selst varla nema á sérhæfðum veitingastöðum og í sérverslunum, og er þar nokkru dýrara en annað kjötmeti. Í sumum sjávarplássum, sem hafa leyfi til strandveiða í smærri stíl, er hvalur að vísu oftar á borðum en almennt tíðkast annars staðar í landinu. Þá hefur hvalkjöt verið notað í stórum stíl í skólamáltíðir, en sú notkun þess hefur verið gagnrýnd. Birgðir af hvalkjöti í frystigeymslum landsins voru 4.600 tonn í lok ársins 2012, en voru 2.500 tonn árið 2002. Þrátt fyrir þetta stefna Japanar á að veiða um 1.300 hrefnur á ári hverju, auk þess sem Íslendingar gera sér vonir um að þeir taki við allt að 2.000 tonnum af kjöti sem verið er að flytja þangað þessa dagana. Á mánudaginn kemur kveður Alþjóðadómstóllinn í Haag upp endanlegan úrskurð í deilu Ástrala og Japana um hvalveiðar. Ástralar fara fram á að svonefndar vísindaveiðar Japana við Suðurskautsland verði úrskurðaðar ólöglegar, en Japanar segja dómstólinn ekki hafa lögsögu í þessari deilu og vilja að hann viðurkenni það. Úrskurðurinn nær eingöngu til hvalveiða Japana við Suðurskautsland, en þar hafa þeir veitt um þúsund dýr árlega. Jafnvel þótt úrskurðurinn falli Áströlum í vil, þá breytir það engu um aðrar hvalveiðar Japana, en þeir stunda einnig hvalveiðar í Norður-Kyrrahafi og heima við, út af ströndum Japans. Í skýrslu sérfræðinga árið 2011 var nefnt að líklega myndu strandveiðar í smáum stíl duga til þess að anna þeirri litlu eftirspurn, sem enn er eftir hvalkjöti í Japan. Yfirlýst markmið vísindaveiðanna, sem Japanar hafa stundað allt frá árinu 1987, er að kanna hvort hvalveiðar í hagnaðarskyni geti verið sjálfbærar í þeim skilningi að hvalastofnarnir þoli þær, en spurningin virðist nú fremur snúast um það hvort þær borgi sig. „Það er ekki raunhæft að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni á ný. Þetta markmið er ekki lengur neitt annað en réttlæting þess að halda áfram vísindaveiðum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Ayako Okubo, sem er haffræðingur við háskólann í Tokai.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira