Erlent

Hundar á réttargeðdeildir

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hundar verða notaðir við að leysa úr læðingi tilfinningar fanga á réttargeðdeildum í Svíþjóð.
Hundar verða notaðir við að leysa úr læðingi tilfinningar fanga á réttargeðdeildum í Svíþjóð.
Nota á sérþjálfaða hunda við meðferð fanga sem dæmdir hafa verið til vistunar á réttargeðdeildum í Svíþjóð. Með því að hafa hundana viðstadda í hópviðtölum og einstaklingsviðtölum er vonast til að tilfinningar leysist úr læðingi sem annars hefðu ekki gert það.

Sænskir fjölmiðlar hafa það eftir ráðgjafa á réttargeðdeildinni í Öjebyn, þar sem verkefnið hefst, að hundarnir eigi að miðla tilfinningum fanganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×