Innlent

Tryggja verði varðveislu þessa einstæða mannvirkis

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sjálfboðaliðar halda Seljavallalaug við. Mynd/Páll Andrésson
Sjálfboðaliðar halda Seljavallalaug við. Mynd/Páll Andrésson
„Í gegnum tíðina hefur lauginni verið haldið við af sjálfboðaliðum en ljóst er að nú þarf að leggja í talsverðan kostnað við mannvirkin til að þau líti sem best út og til að tryggja endingu þeirra,“ segir í tillögu sem samþykkt var í byggðaráði Rangárþings eystra um viðhald á Seljavallalaug.

Ungmennafélagið Eyfellingur annast Seljavallalaug sem var friðlýst árið 2006. Friðlýsingin nær einnig til nánasta umhverfis laugarinnar, þar með talið klettaveggs við vesturhlið hennar.

Árið 2012 veitti Húsafriðunarsjóður tvö hundruð þúsund króna styrk til endurbóta á Seljavallalaug en styrkurinn var ekki nýttur og féll niður í janúar í fyrra.

Í bréfi til formanns Ungmennafélagsins segir Minjastofnun Íslands brýnt að mótuð verði stefna svo tryggja megi „varðveislu þessu einstæða mannvirkis“.

Byggðaráðið tekur undir áhyggjur Minjastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×