Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Stelpurnar fagna hér marki á móti Noregi. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í bronsleikinn í Algarve-bikarnum þrátt fyrir stóran skell í fyrsta leik. Íslensku stelpurnar hafa komið öflugar til baka og náðu öðru sætinu í sínum riðli eftir tvö dramatísk sigurmörk í lok leikja sinna á móti Noregi og Kína. Fram undan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið í dag en íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð betri árangri á þessu árlega móti bestu landsliða heims. „Það var slæm niðurstaða að tapa 5-0 en ég get alveg verið hreinskilinn og sagt að ég hafi verið pollrólegur eftir Þýskalandsleikinn. Það var svo margt jákvætt í leiknum af því sem við lögðum upp og við gátum tekið það með okkur,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands.Höfum öll trú á því sem við erum að gera „Ég vissi alveg að þetta gæti gerst en þetta var óþarflega stórt tap. Við héldum bara „kúlinu“ eins og við segjum og héldum áfram. Við höfum öll trú á því sem við erum að gera og það er það sem skiptir máli. Leikmennirnir eru á fleygiferð og ég er mjög ánægður með leikmennina,“ segir Freyr. Algarve-bikarinn hefur alltaf verið vettvangur til að gefa nýjum leikmönnum tækifærið en þó aldrei eins og nú. Þrír lykilleikmenn undanfarinna ára eru til dæmis ekki með því fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er hætt, markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er ófrísk og hættulegasti sóknarmaður liðsins, Hólmfríður Magnúsdóttir, er meidd. Að auki hefur Freyr gefið 21 af 23 leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu og tuttugu leikmenn hafa spilað í meira en 80 mínútur á mótinu. Margrét Lára er enn hluti af liðinu þrátt fyrir að vera í barneignarfríi.Margrét Lára í stöðugu sambandi „Margrét er búin að vera í stöðugu sambandi við mig allt mótið og sýnir okkur mikinn stuðning,“ segir Freyr en hann bauð Margréti Láru að vera eins mikið í kringum liðið og hún vildi. Hinar stjörnur liðsins sætta sig alveg við þessa „tilraunastarfsemi“ hjá Frey. „Ég upplifi engar stjörnur innan liðsins og ég ítreka það alltaf við þessa leikmenn sem eru hérna hjá okkur að við erum að skapa liðsheild. Íslenska landsliðið þarf á því að halda að vera með breiðari hóp heldur en við vorum með fyrir mótið,“ sagði Freyr og bætti við: „Það er ótrúlega mikilvægt að við séum búin að skapa heilbrigða og góða samkeppni um stöður. Leikmenn liðsins eiga að styðja hvern annan í þeirri baráttu.“ Freyr talaði um það fyrir mótið að úrslitin væru ekki aðalatriðið og það hefur því komið skemmtilega á óvart að liðið sé komið alla leið í leikinn um þriðja sætið sem fer fram kl. 11.00 í dag.Spilatími íslensku stelpnanna í Algarve-bikarnum 2014 Sara Björk Gunnarsdóttir 209 mínútur (2 í byrjunarliði) Hallbera Guðný Gísladóttir 205 (2) Dagný Brynjarsdóttir 184 (2) Harpa Þorsteinsdóttir 182 (2) Elísa Viðarsdóttir 181 (2) Glódís Perla Viggósdóttir 180 (2) Mist Edvardsdóttir 180 (2) Anna Björk Kristjánsdóttir 180 (2) Rakel Hönnudóttir 169 (2) Dóra María Lárusdóttir 168 (2) Katrín Ómarsdóttir 152 (2) Fanndís Friðriksdóttir 151 (1) Ásgerður S. Baldursdóttir 145 (2) Þóra Björg Helgadóttir 90 (1) Guðbjörg Gunnarsdóttir 90 (1) Sandra Sigurðardóttir 90 (1) Anna María Baldursdóttir 90 (1) Soffía A. Gunnarsdóttir 90 (1) Elín Metta Jensen 88 (1) Þórunn Helga Jónsdóttir 81 (1) Ólína G. Viðarsdóttir 55 (1) Katrín Ásbjörnsdóttir 10 (0) Guðmunda Brynja Óladóttir 0Besti árangur íslenska kvennalandsliðsins í Algarve-bikarnum2. sæti 2011 - 2-4 tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik3. eða 4. sæti 2014 - leikur um 3. sæti við Svíþjóð í dag6. sæti 1996 - tap í vítakepppni fyrir Rússlandi í leik um 5. sætið6. sæti 2009 - 1-2 tap fyrir Kína í leik um 5. sætið6. sæti 2012 - 1-3 tap fyrir Danmörku í leik um 5. sætið7. sæti 1997 - sigur í vítakeppni á móti Portúgal í leik um 7. sætið7. sæti 2008 4-1 sigur á Kína í leik um 7.sætið Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Leik lokið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrnu í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í bronsleikinn í Algarve-bikarnum þrátt fyrir stóran skell í fyrsta leik. Íslensku stelpurnar hafa komið öflugar til baka og náðu öðru sætinu í sínum riðli eftir tvö dramatísk sigurmörk í lok leikja sinna á móti Noregi og Kína. Fram undan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið í dag en íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð betri árangri á þessu árlega móti bestu landsliða heims. „Það var slæm niðurstaða að tapa 5-0 en ég get alveg verið hreinskilinn og sagt að ég hafi verið pollrólegur eftir Þýskalandsleikinn. Það var svo margt jákvætt í leiknum af því sem við lögðum upp og við gátum tekið það með okkur,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands.Höfum öll trú á því sem við erum að gera „Ég vissi alveg að þetta gæti gerst en þetta var óþarflega stórt tap. Við héldum bara „kúlinu“ eins og við segjum og héldum áfram. Við höfum öll trú á því sem við erum að gera og það er það sem skiptir máli. Leikmennirnir eru á fleygiferð og ég er mjög ánægður með leikmennina,“ segir Freyr. Algarve-bikarinn hefur alltaf verið vettvangur til að gefa nýjum leikmönnum tækifærið en þó aldrei eins og nú. Þrír lykilleikmenn undanfarinna ára eru til dæmis ekki með því fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er hætt, markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er ófrísk og hættulegasti sóknarmaður liðsins, Hólmfríður Magnúsdóttir, er meidd. Að auki hefur Freyr gefið 21 af 23 leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu og tuttugu leikmenn hafa spilað í meira en 80 mínútur á mótinu. Margrét Lára er enn hluti af liðinu þrátt fyrir að vera í barneignarfríi.Margrét Lára í stöðugu sambandi „Margrét er búin að vera í stöðugu sambandi við mig allt mótið og sýnir okkur mikinn stuðning,“ segir Freyr en hann bauð Margréti Láru að vera eins mikið í kringum liðið og hún vildi. Hinar stjörnur liðsins sætta sig alveg við þessa „tilraunastarfsemi“ hjá Frey. „Ég upplifi engar stjörnur innan liðsins og ég ítreka það alltaf við þessa leikmenn sem eru hérna hjá okkur að við erum að skapa liðsheild. Íslenska landsliðið þarf á því að halda að vera með breiðari hóp heldur en við vorum með fyrir mótið,“ sagði Freyr og bætti við: „Það er ótrúlega mikilvægt að við séum búin að skapa heilbrigða og góða samkeppni um stöður. Leikmenn liðsins eiga að styðja hvern annan í þeirri baráttu.“ Freyr talaði um það fyrir mótið að úrslitin væru ekki aðalatriðið og það hefur því komið skemmtilega á óvart að liðið sé komið alla leið í leikinn um þriðja sætið sem fer fram kl. 11.00 í dag.Spilatími íslensku stelpnanna í Algarve-bikarnum 2014 Sara Björk Gunnarsdóttir 209 mínútur (2 í byrjunarliði) Hallbera Guðný Gísladóttir 205 (2) Dagný Brynjarsdóttir 184 (2) Harpa Þorsteinsdóttir 182 (2) Elísa Viðarsdóttir 181 (2) Glódís Perla Viggósdóttir 180 (2) Mist Edvardsdóttir 180 (2) Anna Björk Kristjánsdóttir 180 (2) Rakel Hönnudóttir 169 (2) Dóra María Lárusdóttir 168 (2) Katrín Ómarsdóttir 152 (2) Fanndís Friðriksdóttir 151 (1) Ásgerður S. Baldursdóttir 145 (2) Þóra Björg Helgadóttir 90 (1) Guðbjörg Gunnarsdóttir 90 (1) Sandra Sigurðardóttir 90 (1) Anna María Baldursdóttir 90 (1) Soffía A. Gunnarsdóttir 90 (1) Elín Metta Jensen 88 (1) Þórunn Helga Jónsdóttir 81 (1) Ólína G. Viðarsdóttir 55 (1) Katrín Ásbjörnsdóttir 10 (0) Guðmunda Brynja Óladóttir 0Besti árangur íslenska kvennalandsliðsins í Algarve-bikarnum2. sæti 2011 - 2-4 tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik3. eða 4. sæti 2014 - leikur um 3. sæti við Svíþjóð í dag6. sæti 1996 - tap í vítakepppni fyrir Rússlandi í leik um 5. sætið6. sæti 2009 - 1-2 tap fyrir Kína í leik um 5. sætið6. sæti 2012 - 1-3 tap fyrir Danmörku í leik um 5. sætið7. sæti 1997 - sigur í vítakeppni á móti Portúgal í leik um 7. sætið7. sæti 2008 4-1 sigur á Kína í leik um 7.sætið
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Leik lokið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrnu í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira