Halldór Orri: Mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af Henke Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 07:00 Halldór Orri spilar undir stjórn Henriks Larsson í sumar. Vísir/Valli „Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
„Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira