Erlent

Leiðtogar Ameríkuríkja hittast á Kúbu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Rakari nokkur í Havana fékk það verkefni að snyrta hárið á Ban ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær.
Rakari nokkur í Havana fékk það verkefni að snyrta hárið á Ban ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær. Nordicphotos/AFP
Leiðtogar 33 ríkja frá rómönsku Ameríku og Karíbahafinu eru komnir til Havana á Kúbu og sitja þar við fundahöld þangað til á morgun.

Að undanskildum Bandaríkjunum og Kanada eiga öll ríki Vesturheims fulltrúa á leiðtogafundinum. Þarna er einnig staddur Jose Miguel Insulza, framkvæmdastjóri Bandalags Ameríkuríkja, en öll ríki Vesturheims eiga aðild að þeim samtökum að undanskilinni Kúbu, sem var rekin úr félaginu fyrir 52 árum.

Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, sagðist afar ánægður með fund utanríkisráðherranna í gær og sagði viðræðurnar einkennast af eindregnum vilja til þess að finna lausnir.

Ekki spillti það fyrir ánægjunni að Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, sagði leiðtogafundinn sýna hve Kúba er mikilvæg í samstarfi ríkja í þessum heimshluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×