Erlent

Loftmengunin gerir óveðrin öflugri

Brjánn Jónasson skrifar
Loftmengunin í Kína er oft gríðarlega mikil.
Loftmengunin í Kína er oft gríðarlega mikil. Nordicphotos/AFP
Gríðarleg loftmengun frá Asíu, einkum Kína, hefur bein áhrif á veðurfar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar bandarískra vísindamanna.

Með því að skoða gögn frá síðustu 30 árum má sjá áhrifin af menguninni, að því er fram kemur á vefnum Science Daily.

Niðurstöðurnar sýna að mengunin hefur áhrif í efri lögum lofthjúpsins. Hún virðist meðal annars hafa þau áhrif að stormar og hvirfilbylir verða öflugri en ella.

„Mengunin hefur áhrif á skýjamyndun, úrkomu, styrk storma og marga aðra þætti, og hefur á endanum áhrif á loftslag,“ segir Renyi Zhang, einn vísindamannanna, í samtali við Science Daily.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×