Ráðherra vill skoða lög um kynjakvóta Eva Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2014 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra fréttablaðið/Vilhelm Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira