Erlent

Hælisleitendur yfir 50 þúsund

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Þessi litli drengur særðist í sprengjuárás stjórnarhersins í Sýrlandi.
Nordicphotos/afp
Þessi litli drengur særðist í sprengjuárás stjórnarhersins í Sýrlandi. Nordicphotos/afp
Rúmlega 54 þúsund hælisleitendur komu til Svíþjóðar á síðasta ári og hafa þeir aldrei verið fleiri, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá. Árið 2012 komu tæplega 44 þúsund hælisleitendur til Svíþjóðar og er fjölgunin milli ára 24 prósent.



Flestir hælisleitenda komu frá Sýrlandi eða 16.317. Næstflestir eru ríkisfangslausir hælisleitendur sem voru tæplega sjö þúsund, aðallega Palestínumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×