Erlent

Kveikt í yfir 100 lögreglustöðvum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Kona nýtir sér kosningarétt sinn á kjörfundi í lögreglustöð í Dakka í Bangladess í gær.
Kona nýtir sér kosningarétt sinn á kjörfundi í lögreglustöð í Dakka í Bangladess í gær. Fréttablaðið/AP
Bangladess, APLögregla í Bangladess skaut á mótmælendur og aðgerðasinnar úr röðum stjórnarandstöðu kveiktu í meira en hundrað lögreglustöðvum við upphaf þingkosninga í landinu í gær.

Stjórnarandstæðingar sniðganga kosningarnar og alþjóðasamfélagið segir þær gallaðar.

Átján hið minnsta eru sagðir hafa látið lífið í átökunum.

Ákvörðun forsætisráðherra Bangladess um að hunsa ákall um að hann skipaði hlutlausan tilsjónarmann kosninganna leiddi til sniðgöngunnar og mótmælanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×