Erlent

Fíll réðst á akandi fólk í dýragarði

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fíll réðst á ungt par sem var á ferð í opnum dýragarði í Suður - Afríku. Parið ók fram á fíl sem var að fá sér að drekka í vatni rétt við götuna og ætluðu að taka myndir af honum. En þegar fíllinn kom auga á þau labbaði hann upp að bílnum og byrjaði að sparka í hann. Fór svo að lokum að fíllinn náði að velta bílnum.

Fólk sem var akandi á eftir parinu um garðinn náði atvikinu á myndband sem sjá má hér að neðan.

Fólkið slasaðist við árásina og þurfti meðal annars að flytja konuna með flugi á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hennar svo voru talsvert alvarleg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×