Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 13:00 Cristiano Ronaldo raðar inn mörkum. vísir/getty Cristiano Ronaldo er svo sannarlega mættur aftur til leiks í fullu fjöri eftir meiðslin í sumar, en hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid þegar liðið valtaði yfir Deportivo La Coruna, 8-2, síðastliðinn laugardag. Þetta var hvorki meira né minna en 24. þrennan sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og komst hann með henni fram úr ungversku goðsögninni FerencPuskas sem skoraði 23 þrennur á sínum ferli með Madrídarliðinu. Alfredo di Stéfano á metið, en hann skoraði 28 þrennur fyrir Real Madrid. Ronaldo virðist hæglega getað ná því, og hvað þá metinu yfir flestar þrennur í spænsku 1. deildinni. Það met á Di Stefáno og Bilbao-goðsögnin TelmoZarra, en báðir skoruðu 22 þrennur í deildinni. Ronaldo er búinn að skora 20 þrennur í spænsku 1. deildinni og Messi 19. Ronaldo skoraði 17 mörk í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar Real Madrid vann hana í tíunda sinn og bætti þar markametið sem Messi átti, en hann skoraði 14 mörk eina leiktíðina í Meistaradeildinni. Portúgalinn er í heildina búinn að skora 68 mörk í Meistaradeildinni, þremur minna en Spánverjinn Raúl sem skoraði 71 mark fyrir Real Madrid og Schalke. Ronaldo ætti að bæta það á þessari leiktíð. Kannski bara í næsta leik. Hann er líka að elta metið yfir flest mörk í Evrópukeppnum, en eftir að skora tvö gegn Sevilla í leiknum um Stórbikarinn í ágúst er hann nú kominn með 71 mark í Evrópu. Hann komst með því fram úr Filippo Inzaghi, fyrrverandi leikmanni Juventus og AC Milan. Raúl á það met líka sem eru 76 mörk. Ronaldo hefur sagst ætla að enda sem markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi, en hann er búinn að skora 260 mörk fyrir liðið. Raúl er þar einnig markahæstur með 323 mörk, en Ronaldo er í fjórða sæti á eftir Di Stéfano (308) og Santillana (290). Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik en Ronaldo skoraði sín 260 í 253 sem gerir aðeins meira en eitt mark í leik. Það er betri árangur en nokkur maður á topp tíu listanum yfir markahæstu menn Real Madrid frá upphafi.Tölfræði Cristiano Ronaldo með Real Madrid: Leikir: 253 Mörk: 260 Þrennur: 24 Þrennur í deildinni: 20 Mörk í Meistaradeildinni: 68Goal.com tók saman. Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Sjá meira
Cristiano Ronaldo er svo sannarlega mættur aftur til leiks í fullu fjöri eftir meiðslin í sumar, en hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid þegar liðið valtaði yfir Deportivo La Coruna, 8-2, síðastliðinn laugardag. Þetta var hvorki meira né minna en 24. þrennan sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og komst hann með henni fram úr ungversku goðsögninni FerencPuskas sem skoraði 23 þrennur á sínum ferli með Madrídarliðinu. Alfredo di Stéfano á metið, en hann skoraði 28 þrennur fyrir Real Madrid. Ronaldo virðist hæglega getað ná því, og hvað þá metinu yfir flestar þrennur í spænsku 1. deildinni. Það met á Di Stefáno og Bilbao-goðsögnin TelmoZarra, en báðir skoruðu 22 þrennur í deildinni. Ronaldo er búinn að skora 20 þrennur í spænsku 1. deildinni og Messi 19. Ronaldo skoraði 17 mörk í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar Real Madrid vann hana í tíunda sinn og bætti þar markametið sem Messi átti, en hann skoraði 14 mörk eina leiktíðina í Meistaradeildinni. Portúgalinn er í heildina búinn að skora 68 mörk í Meistaradeildinni, þremur minna en Spánverjinn Raúl sem skoraði 71 mark fyrir Real Madrid og Schalke. Ronaldo ætti að bæta það á þessari leiktíð. Kannski bara í næsta leik. Hann er líka að elta metið yfir flest mörk í Evrópukeppnum, en eftir að skora tvö gegn Sevilla í leiknum um Stórbikarinn í ágúst er hann nú kominn með 71 mark í Evrópu. Hann komst með því fram úr Filippo Inzaghi, fyrrverandi leikmanni Juventus og AC Milan. Raúl á það met líka sem eru 76 mörk. Ronaldo hefur sagst ætla að enda sem markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi, en hann er búinn að skora 260 mörk fyrir liðið. Raúl er þar einnig markahæstur með 323 mörk, en Ronaldo er í fjórða sæti á eftir Di Stéfano (308) og Santillana (290). Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik en Ronaldo skoraði sín 260 í 253 sem gerir aðeins meira en eitt mark í leik. Það er betri árangur en nokkur maður á topp tíu listanum yfir markahæstu menn Real Madrid frá upphafi.Tölfræði Cristiano Ronaldo með Real Madrid: Leikir: 253 Mörk: 260 Þrennur: 24 Þrennur í deildinni: 20 Mörk í Meistaradeildinni: 68Goal.com tók saman.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Sjá meira
Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15