Sífellt fleiri fá lús vegna „selfie“-mynda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. febrúar 2014 15:23 Oft eru fleiri með á myndinni en augað nemur. vísir/getty Séfræðingur í meðferð höfuðlúsar í Kaliforníu fullyrðir að vinsældir „selfie“-mynda, eða sjálfsmynda, eigi stóran þátt í því að sífellt fleiri unglingar fái lús. Í þeim tilfellum þar sem fleiri en einn er á myndinni eru fyrirsæturnar gjarnan með höfuðin þétt saman og fer lúsin þannig á milli. „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir sérfræðingurinnMarcy McQuillan. „Foreldrar og börn þurfa að vera vakandi. Sjálfsmyndirnar eru skemmtilegar en geta haft þessar afleiðingar.“Ása St. Atladóttir, verkefnisstjóri á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, segir töluverða aukningu hafa orðið á tilfellum hjá börnum og unglingum hér á landi undanfarið eitt og hálft ár. Hún segir þó að erfitt sé að segja til um orsakirnar. „Það er nú ómögulegt að segja. Þetta er auðvitað alveg týpískt sem gæti valdið smiti. Kollar að snertast og þá skríða þær af einum kolli yfir á annan,“ segir Ása. Hún segir tuttugu prósenta aukningu hafa orðið á tilfellum undanfarið eitt og hálft ár. „Við höfum mun betri tölur um litla krakka. En ég mæli með því að það sé til lúsakambur á hverju heimili þar sem höfuðlús getur lagst á alla.“Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, sviðsstjóri skólasviðs hjá Miðstöð heilsuverndar barna, tekur í sama streng. „Við höfum reyndar ekki aldursgreint þetta sérstaklega en síðasta skólaár varð töluverð aukning. Lúsin kemur í bylgjum og nú er hún í uppsveiflu.“ Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Séfræðingur í meðferð höfuðlúsar í Kaliforníu fullyrðir að vinsældir „selfie“-mynda, eða sjálfsmynda, eigi stóran þátt í því að sífellt fleiri unglingar fái lús. Í þeim tilfellum þar sem fleiri en einn er á myndinni eru fyrirsæturnar gjarnan með höfuðin þétt saman og fer lúsin þannig á milli. „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir sérfræðingurinnMarcy McQuillan. „Foreldrar og börn þurfa að vera vakandi. Sjálfsmyndirnar eru skemmtilegar en geta haft þessar afleiðingar.“Ása St. Atladóttir, verkefnisstjóri á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, segir töluverða aukningu hafa orðið á tilfellum hjá börnum og unglingum hér á landi undanfarið eitt og hálft ár. Hún segir þó að erfitt sé að segja til um orsakirnar. „Það er nú ómögulegt að segja. Þetta er auðvitað alveg týpískt sem gæti valdið smiti. Kollar að snertast og þá skríða þær af einum kolli yfir á annan,“ segir Ása. Hún segir tuttugu prósenta aukningu hafa orðið á tilfellum undanfarið eitt og hálft ár. „Við höfum mun betri tölur um litla krakka. En ég mæli með því að það sé til lúsakambur á hverju heimili þar sem höfuðlús getur lagst á alla.“Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, sviðsstjóri skólasviðs hjá Miðstöð heilsuverndar barna, tekur í sama streng. „Við höfum reyndar ekki aldursgreint þetta sérstaklega en síðasta skólaár varð töluverð aukning. Lúsin kemur í bylgjum og nú er hún í uppsveiflu.“
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira