Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2014 16:30 Rúrik á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og „gamla" Ísland. „Ég var ánægður með mína innkomu gegn Lettum. Við stýrðum leiknum þegar ég kom inná," sagði Rúrik Gíslason við blaðamann Vísis í dag. „Ég reyndi að fara eftir fyrirmælum frá þjálfaranum. Þau voru að halda boltanum og láta þá elta og sigla þessu heim." Hann segir að byrjunin á undankeppninni komi sér ekkert á óvart. „Í rauninni ekki. Fyrsti leikurinn gegn Tyrkjum var 50-50 leikur þar sem á pappírunum töldum við okkur svipað sterka og hann gat farið í báðar áttir. Mjög góð úrslit í þeim leik og við spiluðum frábærlega." „Leikurinn í Lettlandi var kannski ekki skyldusigur, en það bjuggust flestir við að við myndum vinna, þar á meðal við. Þessi byrjun kemur því okkur ekkert sérstaklega á óvart." „Við höfum sýnt það að við erum með fínt fótboltalið. Við erum ekki eins og „gamla" Ísland; að liggja til baka og svona. Ég vona að þetta þróist ekki eins og Lettar voru gegn okkur, því þá getum við ekkert verið ánægðir með okkar frammistöðu." „Auðvitað reynum við að beita skyndisóknum, en við verðum að geta haldið boltanum. Við erum á heimavelli gegn frábæru liði, en við erum með það mikið sjálfstraust og fólkið í landinu er með væntingar þannig við þurfum að standa okkur." Rúrik bætir við að lokum að hann geri tilkall í byrjunarliðið í hvert einasta skipti, en hann treysti þjálfurunum fullkomlega. „Ég reyni að gera tilkall í byrjunarliðið í hvern einasta leik, en ég treysti þjálfurunum fullkomlega að velja liðið sem þeir telja að henti best í hverju sinni. Ég verð að vera á tánum og vera klár þegar kallið kemur," sagði Kaupmannahafnarbúinn Rúrik að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og „gamla" Ísland. „Ég var ánægður með mína innkomu gegn Lettum. Við stýrðum leiknum þegar ég kom inná," sagði Rúrik Gíslason við blaðamann Vísis í dag. „Ég reyndi að fara eftir fyrirmælum frá þjálfaranum. Þau voru að halda boltanum og láta þá elta og sigla þessu heim." Hann segir að byrjunin á undankeppninni komi sér ekkert á óvart. „Í rauninni ekki. Fyrsti leikurinn gegn Tyrkjum var 50-50 leikur þar sem á pappírunum töldum við okkur svipað sterka og hann gat farið í báðar áttir. Mjög góð úrslit í þeim leik og við spiluðum frábærlega." „Leikurinn í Lettlandi var kannski ekki skyldusigur, en það bjuggust flestir við að við myndum vinna, þar á meðal við. Þessi byrjun kemur því okkur ekkert sérstaklega á óvart." „Við höfum sýnt það að við erum með fínt fótboltalið. Við erum ekki eins og „gamla" Ísland; að liggja til baka og svona. Ég vona að þetta þróist ekki eins og Lettar voru gegn okkur, því þá getum við ekkert verið ánægðir með okkar frammistöðu." „Auðvitað reynum við að beita skyndisóknum, en við verðum að geta haldið boltanum. Við erum á heimavelli gegn frábæru liði, en við erum með það mikið sjálfstraust og fólkið í landinu er með væntingar þannig við þurfum að standa okkur." Rúrik bætir við að lokum að hann geri tilkall í byrjunarliðið í hvert einasta skipti, en hann treysti þjálfurunum fullkomlega. „Ég reyni að gera tilkall í byrjunarliðið í hvern einasta leik, en ég treysti þjálfurunum fullkomlega að velja liðið sem þeir telja að henti best í hverju sinni. Ég verð að vera á tánum og vera klár þegar kallið kemur," sagði Kaupmannahafnarbúinn Rúrik að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira