Erlent

Vill skera niður útblástur frá kolaknúnum orkuverum um 20 prósent

Barack Obama.
Barack Obama. visir/afp
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun á næstu dögum svipta hulunni af einhverjum umfangsmestu aðgerðum Bandaríkjastjórnar fyrr og síðar í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda.

Bandaríski miðillinn New York Times greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum að markmið Obama sé að skera niður útblástur frá kolaknúnum orkuverum um 20 prósent.

Stjórnmálaskýrendur sem New York Times ræðir við eru sammála um að enginn Bandaríkjaforseti hafi tekið til jafn róttækra aðgerða til að stemma stigu við loftslagsbreytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×