Stelpur taka tíu sinnum minna en strákar fyrir hundapössun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. október 2014 10:51 Stelpur rukka 100 krónur, en strákar þúsund krónur. Í Samkaup Strax í Kópavogi hanga tvær auglýsingar hlið við hlið þar sem boðið er upp á hundapössun. Önnur auglýsingin er frá strákum í hverfinu og hin frá stúlkum. Hálftíminn hjá strákunum kostar 1000 krónur en er tíu sinnum ódýrari hjá stelpunum, en þær verðleggja hálftímann á hundrað krónur. Framkvæmdastýra jafnréttistofu, Kristín Ástgeirsdóttir, segir þetta vera endurspeglun á þeim skilaboðum sem stúlkum séu send. „Þetta er fyrst og fremst grátlegt,“ bætir hún við.Hér má sjá auglýsingarnar.Stúlkurnar miklu ódýrari Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd rukka stúlkurnar hundrað krónur fyrir hálftímann og tvö hundruð krónur fyrir klukkutímann. „Við erum 11 ára stelpur,“ skrifa þær og segja að þær hafi mikinn áhuga á hundum. Verðið hjá strákunum er talsvert hærra, eða þúsund krónur fyrir hálftímann og tvö þúsund krónur fyrir klukkutímann. Þeir veita afslátt ef keypt er eins og hálfs tíma ganga, hún kostar 2600 krónur. Kristín segir að þarna kristallist sú staðreynd að skilaboðin sem séu send börnum séu að konur séu minna virði en karlar. „Þetta hefur verið rætt mikið og reynt að breyta þessu. En gengur greinilega mjög illa,“ segir framkvæmdastýran.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.Foreldrar geti reynt að berjast gegn umhverfinu „Skilaboðin liggja rosalega víða í umhverfinu,“ segir Kristín. En hvað geta foreldrar gert til að sporna við þessari þróun? „Þeir geta reynt að ræða þetta við börnin sín. Þeir geta reynt að berjast gegn umhverfinu, en það þarf ofboðslega mikið átak,“ svara Kristín. Hún segir að skilaboðin séu allt í kring og í hnattvæddum heimi geti reynst erfitt að stýra því sem hefur áhrif á börn. Kristín segir að það þurfi til dæmis að horfa á barnaefni í sjónvarpi og barnabækur. „Já, barnatíminn byrjar snemma á morgnanna um helgar og það er rík ástæða til þess að skoða hvað börnin eru að horfa á. Einnig má skoða boðskap barnabóka.“ Oft er bent á þetta, að karlar fari fram á hærri laun en konur, þegar launamunur kynjanna er ræddur, er þetta birtingarmynd þess? „Já, nema að þarna er margfaldur munur á launakröfum.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Í Samkaup Strax í Kópavogi hanga tvær auglýsingar hlið við hlið þar sem boðið er upp á hundapössun. Önnur auglýsingin er frá strákum í hverfinu og hin frá stúlkum. Hálftíminn hjá strákunum kostar 1000 krónur en er tíu sinnum ódýrari hjá stelpunum, en þær verðleggja hálftímann á hundrað krónur. Framkvæmdastýra jafnréttistofu, Kristín Ástgeirsdóttir, segir þetta vera endurspeglun á þeim skilaboðum sem stúlkum séu send. „Þetta er fyrst og fremst grátlegt,“ bætir hún við.Hér má sjá auglýsingarnar.Stúlkurnar miklu ódýrari Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd rukka stúlkurnar hundrað krónur fyrir hálftímann og tvö hundruð krónur fyrir klukkutímann. „Við erum 11 ára stelpur,“ skrifa þær og segja að þær hafi mikinn áhuga á hundum. Verðið hjá strákunum er talsvert hærra, eða þúsund krónur fyrir hálftímann og tvö þúsund krónur fyrir klukkutímann. Þeir veita afslátt ef keypt er eins og hálfs tíma ganga, hún kostar 2600 krónur. Kristín segir að þarna kristallist sú staðreynd að skilaboðin sem séu send börnum séu að konur séu minna virði en karlar. „Þetta hefur verið rætt mikið og reynt að breyta þessu. En gengur greinilega mjög illa,“ segir framkvæmdastýran.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.Foreldrar geti reynt að berjast gegn umhverfinu „Skilaboðin liggja rosalega víða í umhverfinu,“ segir Kristín. En hvað geta foreldrar gert til að sporna við þessari þróun? „Þeir geta reynt að ræða þetta við börnin sín. Þeir geta reynt að berjast gegn umhverfinu, en það þarf ofboðslega mikið átak,“ svara Kristín. Hún segir að skilaboðin séu allt í kring og í hnattvæddum heimi geti reynst erfitt að stýra því sem hefur áhrif á börn. Kristín segir að það þurfi til dæmis að horfa á barnaefni í sjónvarpi og barnabækur. „Já, barnatíminn byrjar snemma á morgnanna um helgar og það er rík ástæða til þess að skoða hvað börnin eru að horfa á. Einnig má skoða boðskap barnabóka.“ Oft er bent á þetta, að karlar fari fram á hærri laun en konur, þegar launamunur kynjanna er ræddur, er þetta birtingarmynd þess? „Já, nema að þarna er margfaldur munur á launakröfum.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira