Innlent

Kaupás kallar inn kókosmjólk: Eðla fannst í mjólkinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðskiptavinum er bent á að skila vörunni í viðkomandi verslun.
Viðskiptavinum er bent á að skila vörunni í viðkomandi verslun.
Kaupás hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað kókosmjólk frá Suree vegna þess að lítil eðla fannst í vörunni.

Varan kallast Coconut Milk Light en Kaupás rekur verslanirnar Kjarval, Krónuna og Nóatún um land allt.

Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í framangreindum verslunum er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að maður hafi orðið fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu í vikunni að finna litla eðlu í niðursoðinni kókosmjólk, sem hann ætlaði að nota til matargerðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×