Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 20:01 Freyr Alexandersson þakkar Þóru fyrir allt saman eftir leikinn í kvöld. Vísir/Stefán Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu í kvöld. Fyrir leikinn lá fyrir að Ísland myndi ekki komast áfram í úrslitakeppni HM 2015 á næsta ári en stelpurnar sýndu að framtíðin er björt. Leikmenn fóru á kostum og léku Serbana sundur og saman. „Við vorum búnar að fara mjög vel yfir þetta í lokaundirbúningi okkar fyrir leikinn. Við ætluðum að láta allt það sem við höfum gert í ár kristallast í þessum leik. Og það gekk eftir,“ sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég hef núna búinn að heilaþvo þær í eitt og hálft ár,“ sagði hann í léttum dúr. „Þær vissu því alveg hvað ég var að tala um og áttu ekki erfitt með að framkvæma það þegar út á völlinn var komið. Ég er þakklátur fyrir það og mjög ánægður.“ Sóknarleikur Íslands var frábær í kvöld en Freyr kvartaði eftir 3-0 sigurinn á Ísrael um helgina að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarins hafi ekki verið nógu góð. „Hún var miklu betri í kvöld og það var frábært að sjá hversu margir komu að sóknarleik liðsins - hvort sem var að skora, leggja upp eða búa til uppspilið. Flæðið í leik liðsins er orðið mjög gott auk þess sem að varnarleikur liðsins var mjög góður. Við hleyptum þeim varla að teignum okkar, nema í þetta eina skipti sem við gerum mistök og þær komast í sókn og skora.“ „Við vissum alveg að Serbarnir gætu spilað. Við þurftum að kæfa þeirra spil og það gekk eftir í 80 af 90 mínútum í kvöld. Þetta lið gerði 1-1 jafntefli gegn Dönum úti í leik sem þær áttu að vinna. En nú komu þær hingað og áttu ekki möguleika.“ Landslið Íslands hefur náð frábærum árangri undanfarin ár og tvívegis komist á stórmót. Nokkrir lykilmanna standa á tímamótum og hefur Freyr unnið að því hægt og rólega að endurnýja hópinn. Hann óttaðist aldrei að það myndi reynast erfitt að fylla í skörð þeirra sem fóru fyrir liðinu á þessum miklu uppgangsárum. „Það er vissulega rétt að það eru margir leikmenn að fara úr liðinu sem eiga fjölmarga leiki að baki. En ég hugsaði fremur um hvernig ég fleiri leikmenn til að koma að liðinu og búa þannig til stærri heild. Nú finnst mér hópurinn vera þannig skipaður að það eru engir „toppar eða botnar“ heldur er þetta þéttur hópur þar sem allir eru á sömu bylgjulengd og allir að reyna að gefa eitthvað af sér.“ „Það er mikil gleði í hópnum, bæði inn á vellinum og utan hans, og allir eru samstíga. Ég held að á næstu mánuðum og árum munum við búa til fleiri leiðtoga fyrir landsliðið okkar.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu í kvöld. Fyrir leikinn lá fyrir að Ísland myndi ekki komast áfram í úrslitakeppni HM 2015 á næsta ári en stelpurnar sýndu að framtíðin er björt. Leikmenn fóru á kostum og léku Serbana sundur og saman. „Við vorum búnar að fara mjög vel yfir þetta í lokaundirbúningi okkar fyrir leikinn. Við ætluðum að láta allt það sem við höfum gert í ár kristallast í þessum leik. Og það gekk eftir,“ sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég hef núna búinn að heilaþvo þær í eitt og hálft ár,“ sagði hann í léttum dúr. „Þær vissu því alveg hvað ég var að tala um og áttu ekki erfitt með að framkvæma það þegar út á völlinn var komið. Ég er þakklátur fyrir það og mjög ánægður.“ Sóknarleikur Íslands var frábær í kvöld en Freyr kvartaði eftir 3-0 sigurinn á Ísrael um helgina að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarins hafi ekki verið nógu góð. „Hún var miklu betri í kvöld og það var frábært að sjá hversu margir komu að sóknarleik liðsins - hvort sem var að skora, leggja upp eða búa til uppspilið. Flæðið í leik liðsins er orðið mjög gott auk þess sem að varnarleikur liðsins var mjög góður. Við hleyptum þeim varla að teignum okkar, nema í þetta eina skipti sem við gerum mistök og þær komast í sókn og skora.“ „Við vissum alveg að Serbarnir gætu spilað. Við þurftum að kæfa þeirra spil og það gekk eftir í 80 af 90 mínútum í kvöld. Þetta lið gerði 1-1 jafntefli gegn Dönum úti í leik sem þær áttu að vinna. En nú komu þær hingað og áttu ekki möguleika.“ Landslið Íslands hefur náð frábærum árangri undanfarin ár og tvívegis komist á stórmót. Nokkrir lykilmanna standa á tímamótum og hefur Freyr unnið að því hægt og rólega að endurnýja hópinn. Hann óttaðist aldrei að það myndi reynast erfitt að fylla í skörð þeirra sem fóru fyrir liðinu á þessum miklu uppgangsárum. „Það er vissulega rétt að það eru margir leikmenn að fara úr liðinu sem eiga fjölmarga leiki að baki. En ég hugsaði fremur um hvernig ég fleiri leikmenn til að koma að liðinu og búa þannig til stærri heild. Nú finnst mér hópurinn vera þannig skipaður að það eru engir „toppar eða botnar“ heldur er þetta þéttur hópur þar sem allir eru á sömu bylgjulengd og allir að reyna að gefa eitthvað af sér.“ „Það er mikil gleði í hópnum, bæði inn á vellinum og utan hans, og allir eru samstíga. Ég held að á næstu mánuðum og árum munum við búa til fleiri leiðtoga fyrir landsliðið okkar.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00
Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47