Þrír sagðir andsetnir eftir að hafa farið í andaglas Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2014 23:16 Hér má sjá hefðbunda útgáfu af spilaborði andaglass. Visir/Getty Þrír voru færðir undir læknishendur eftir að hafa orðið „andsetnir“ er þeir léku sér í andaglasi ef marka má frétt Daily Mail um málið. Andaglas er leikur sem lýsir sér í því að komið er fyrir spilaborði sem á er letrað stafrófið, tölur frá 0-9 og yfirleitt „já“ og „nei“. Því næst leggja keppendur fingur á glas, spyrja hvort andi sé í glasinu og ef svo er reyna þeir því næst að fá svör við þeim spurningum sem þeir leggja fyrir hann. Málsatvik voru þau að systkinin Alexandra og Sergio Huerta ákváðu að draga fram spilaborðið á heimili þeirra í suðvestur Mexíkó með þeim afleiðingum að innan örfárra mínútna var Alexandra farin að „urra“ og sveiflast um rétt eins og hún væri í leiðslu. Sergio og frændi þeirra, Fernando, fóru einnig að sýna merki andsetningar um svipað leyti sem endurspeglaðist meðal annars í blindu, heyrnarleysi og ofsjónum. Sjúkraliðar voru kallaðir að heimili þeirra og færði þau öll á nærliggjandi sjúkrahús. Foreldrar Alexöndru sögðu að þeir hefðu hringt á sjúkrabíl sökum þess að kaþólski prestur þorpsins hafði neitað að særa út hina illu anda því þau væru ekki tíðir gestir í messum hans. Sjúkraflutningamennirnir bundu Alexöndru niður svo hún færi sér ekki að voða og gáfu Alexöndru, Sergio og Fernando sterk verkja- og þunglyndislyf ásamt vænum skammti af augndropum til að vinna bug á ástandinu. Í samtali við þarlenda miðla segir Victor Demesa, yfirmaður öryggismála í þorpi þremenninganna að aðgerðin hafi verið flókin. Hreyfingar þeirra hafa verið ýktar og óútreiknanlegar og því hafi reynst þrautin þyngri að flytja þau undir læknishendur. Læknar hafa neitað að tjá sig um hvort tríóið hafi raunverulega verið andsetið eða einfaldlega sannfært sig um að svo væri. Myndband af flutningum Alexöndru má sjá að neðan. Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Tvær um borð þegar eldur kviknaði í tvinnbíl Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Þrír voru færðir undir læknishendur eftir að hafa orðið „andsetnir“ er þeir léku sér í andaglasi ef marka má frétt Daily Mail um málið. Andaglas er leikur sem lýsir sér í því að komið er fyrir spilaborði sem á er letrað stafrófið, tölur frá 0-9 og yfirleitt „já“ og „nei“. Því næst leggja keppendur fingur á glas, spyrja hvort andi sé í glasinu og ef svo er reyna þeir því næst að fá svör við þeim spurningum sem þeir leggja fyrir hann. Málsatvik voru þau að systkinin Alexandra og Sergio Huerta ákváðu að draga fram spilaborðið á heimili þeirra í suðvestur Mexíkó með þeim afleiðingum að innan örfárra mínútna var Alexandra farin að „urra“ og sveiflast um rétt eins og hún væri í leiðslu. Sergio og frændi þeirra, Fernando, fóru einnig að sýna merki andsetningar um svipað leyti sem endurspeglaðist meðal annars í blindu, heyrnarleysi og ofsjónum. Sjúkraliðar voru kallaðir að heimili þeirra og færði þau öll á nærliggjandi sjúkrahús. Foreldrar Alexöndru sögðu að þeir hefðu hringt á sjúkrabíl sökum þess að kaþólski prestur þorpsins hafði neitað að særa út hina illu anda því þau væru ekki tíðir gestir í messum hans. Sjúkraflutningamennirnir bundu Alexöndru niður svo hún færi sér ekki að voða og gáfu Alexöndru, Sergio og Fernando sterk verkja- og þunglyndislyf ásamt vænum skammti af augndropum til að vinna bug á ástandinu. Í samtali við þarlenda miðla segir Victor Demesa, yfirmaður öryggismála í þorpi þremenninganna að aðgerðin hafi verið flókin. Hreyfingar þeirra hafa verið ýktar og óútreiknanlegar og því hafi reynst þrautin þyngri að flytja þau undir læknishendur. Læknar hafa neitað að tjá sig um hvort tríóið hafi raunverulega verið andsetið eða einfaldlega sannfært sig um að svo væri. Myndband af flutningum Alexöndru má sjá að neðan.
Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Tvær um borð þegar eldur kviknaði í tvinnbíl Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira