Erlent

Farþegalest fór af sporinu

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Lestin rann af teinunum og skall á brautarpallinum á O'Hare flugvelli í Chicago
Lestin rann af teinunum og skall á brautarpallinum á O'Hare flugvelli í Chicago Mynd/AP
Farþegalest flaug af sporinu og skall á brautarpalli á O'Hare flugvelli í Chicago í dag. 32 slösuðust í slysinu. ABC News greinir frá þessu.

Að sögn Larry Langford, talsmanns slökkviliðs Chicago-borgar, rannsaka yfirvöld hvað kom til þess að lestin átti í bremsunarerfiðleikum. Sex eru alvarlega slasaðir og 26 slösuðust lítillega.

Eftir að lestin braut sér leið upp á pallinn hélt hún áfram upp rúllustiga sem var beint af augum frá teinum lestarinnar líkt og sjá má á myndinni að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×