Erlent

Suarez látinn 81 árs að aldri

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Adolfo Suarez fyrrverandi forsætisráðherra Spánar Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna '80.
Adolfo Suarez fyrrverandi forsætisráðherra Spánar Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna '80. Vísir/AP
Adolfo Suarez, fyrsti lýðræðislega kjörni forsætisráðherra Spánar eftir fráfall Franciscos Francos einræðisherra, lést í gær.

Suarez var 81 árs á dánardegi sínum en hafði glímt við Alzheimer-sjúkdóminn í um áratug. Hann lést síðdegis í gær á Cemtro Clinic-sjúkrahúsinu í Madrid en hafði verið lagður inn fyrir viku vegna lungnabólgu.

Juan Carlos konungur gerði Suarez að forsætisráðherra árið 1976 og gegndi hann því embætti til ársins 1981.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×