Dortmund á botninum | Versta byrjun í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2014 22:30 Það var þungt yfir Klopp eftir leikinn í dag. vísir/getty Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn. Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn.
Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira