Enski boltinn

Soldado tryggði Tottenham sigur á Everton | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tottenham lagði Everton, 2-1, í lokaleik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld, 2-1.

Gestirnir frá Liverpool komust yfir á 15. mínútu með stórbrotnu marki Belgans Kevins Mirallas, en Adam var ekki lengi í paradís.

Sex mínútum síðar jafnaði Christian Eriksen metin, 1-1, þegar hann fylgdi eftir skoti sem Tim Howard varði beint fyrir fætur hans.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Roberto Soldado svo sigurmark heimamanna eftir að sleppa einn inn fyrir vörn Everton, 2-1.

Tottenham er í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir sigurinn í dag, en Everton í tíunda sæti með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×