Enski boltinn

Rodgers vissi ekki af afmælinu

Gerrard lék síðustu 15 mínúturnar í sigri Liverpool á Stoke í gær.
Gerrard lék síðustu 15 mínúturnar í sigri Liverpool á Stoke í gær. vísir/afp
Eftir 1-0 sigur Liverpool á Stoke City í gær sagðist Brendan Rodgers ekki hafa verið meðvitaður um að 16 ár væru liðin frá því Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Gerrard byrjaði leikinn í gær á bekknum, en kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði bakvörðurinn Glen Johnson sigurmark Liverpool sem komst þar með aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég vissi ekki af þessum áfanga fyrr en ég sá leikskrána í búningsklefanum,“ sagði Rodgers eftir sigurinn á Stoke og bætti við:

„Gerrard minntist ekkert á þetta þegar ég talaði við hann í gær, svo ég varð leiður þegar ég sá allar myndirnar í leikskránni.“

Rodgers sagði ennfremur að Gerrard, sem er 34 ára, væri á þeim stað á ferlinum að hann myndi ekki spila allar tímann í öllum leikjum.

„Hann spilaði gegn Crystal Palace og Ludogorets þar sem hann var frábær og lagði sig allan fram. Við erum með aðra leikmenn sem geta komið inn og skilað sínu og Steven skilur það.

„Ég verð að líta á hvern leik fyrir sig. Við erum með góða leikmenn sem eru ferskir. Steven kom inn á í dag (í gær) og framlag hans var mikilvægt, en á heildina litið fannst mér frammistaða liðsins framúrskarandi,“ sagði Rodgers að endingu.


Tengdar fréttir

„Ég þyki líklegastur til að verða rekinn“

Gengi Liverpool á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og stjóri liðsins, Brendan Rodgers, þykir valtur í sessi. Þetta viðurkenndi hann sjálfur á blaðamannafundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×