Suárez kláraði leikinn og fagnaði því að komast í 16 liða úrslitin með félögum sínum en Úrúgvæ vann leikinn, 1-0, með marki Diego Godin.
Eins og við mátti búast voru viðbrögð knattspyrnuáhugamanna á Twitter mikil en brot af þeim má sjá hér að neðan.
Frábær fótboltamaður og allt það en Suarez hlýtur að vera einhver allra óheiðarlegasti leikmaður sem nokkurn tíman hefur spilað fótbolta.
— Tryggvi Páll (@tryggvipall) June 24, 2014
Varnarmenn sem mæta Suarez. Það er alltaf þessi nagandi ótti. #hmruv
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) June 24, 2014
Var þetta ekki síðasti sénsinn sem Suarez fær hjá hinum almenna knattspyrnuáhugamanni? #hmruv
— Haukur Harðarson (@HaukurHardarson) June 24, 2014
Ok, þið megið kaupa hann... #BannedForLife#Svangur
— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) June 24, 2014
Ævilangt bann á rottuna! Þetta er komið gott
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) June 24, 2014
Suarez er villimaður. End of story. #fotbolti
— Jóhann Sigurðsson (@johanno12) June 24, 2014
Suarez alltaf jafn flottur á því #drasl
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) June 24, 2014
Hvað er eiginlega í gangi í höfðinu á Suárez, je minn einasti.
— Andri Yrkill Valsson (@AndriYrkill) June 24, 2014
Banna þessa mannætu fyrir lífstíð úr fótboltanum.
— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) June 24, 2014
Giorgio Chiellini's shoulder. You better have a good lawyer Luis Suarez! pic.twitter.com/eYi5d7sbEk
— FourFourTweet (@FourFourTweet) June 24, 2014