Tuttugu og sex afreksnemendur styrktir til náms við Háskóla Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 20:32 Hér má sjá styrkþegana ásamt Kristínu Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Bryndísu Hrafnkelsdóttir, forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands MYND/GUNNAR SVerrisson Tuttugu og sex afburðanemendur úr tólf framhaldsskólum víðs vegar að af landinu hafa hlotið styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands til náms við skólann. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í dag en Vísir greindi frá styrkveitingunni í gær.Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum en auk þess verður greitt skrásetningargjald fyrir styrkþegana sem er 75 þúsund krónur. Samanlögð styrkupphæð nemur því tæpum tíu milljónum króna. Auglýst var eftir styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í vor. Við val á styrkhöfum var m.a. litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig voru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum. Af þeim 26 verðandi nemendum við Háskóla Íslands sem hljóta styrki að þessu sinni eru ellefu dúxar og sex semidúxar í framhaldsskólum á síðustu árum. Þessir tilvonandi nemendur Háskóla Íslands koma úr tólf framhaldsskólum og sækjast eftir inngöngu í sextán ólíkar námsleiðir. Tuttugu konur og sex karlar eru í hópnum. Styrkhafarnir eru: Arnar Kári Sigurðsson, Árný Jóhannesdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Birna Brynjarsdóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Dagbjört Inga Grétarsdóttir, Daníel Kristinn Hilmarsson, Darri Egilsson, Elínrós Þorkelsdóttir, Esther Hallsdóttir, Freyja Björk Dagbjartsdóttir, Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Heiður Þórisdóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson, Karítas Pálsdóttir, Katrín Blöndal, Kristín Kolka Bjarnadóttir, Lilja Björg Sigurjónsdóttir, Margrét Lilja Arnarsdóttir, Marta Jónsdóttir, Sunneva Smáradóttir, Unnur Ýr Haraldsdóttir, Þjóðbjörg Eiríksdóttir, Þorkell Már Einarsson og Þórunn Helgadóttir. Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru nú afhentir í sjöunda sinn. Sjóðurinn var stofnaður árið 2008 og er markmið hans að styrkja nýnema til náms við Háskóla Íslands. Alls hafa 138 styrkir verið veittir úr sjóðnum frá upphafi. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands. Dúxar Tengdar fréttir Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en upphæðin nemur 375 þúsund krónum. 23. júní 2014 20:54 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Tuttugu og sex afburðanemendur úr tólf framhaldsskólum víðs vegar að af landinu hafa hlotið styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands til náms við skólann. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í dag en Vísir greindi frá styrkveitingunni í gær.Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum en auk þess verður greitt skrásetningargjald fyrir styrkþegana sem er 75 þúsund krónur. Samanlögð styrkupphæð nemur því tæpum tíu milljónum króna. Auglýst var eftir styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í vor. Við val á styrkhöfum var m.a. litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig voru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum. Af þeim 26 verðandi nemendum við Háskóla Íslands sem hljóta styrki að þessu sinni eru ellefu dúxar og sex semidúxar í framhaldsskólum á síðustu árum. Þessir tilvonandi nemendur Háskóla Íslands koma úr tólf framhaldsskólum og sækjast eftir inngöngu í sextán ólíkar námsleiðir. Tuttugu konur og sex karlar eru í hópnum. Styrkhafarnir eru: Arnar Kári Sigurðsson, Árný Jóhannesdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Birna Brynjarsdóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Dagbjört Inga Grétarsdóttir, Daníel Kristinn Hilmarsson, Darri Egilsson, Elínrós Þorkelsdóttir, Esther Hallsdóttir, Freyja Björk Dagbjartsdóttir, Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Heiður Þórisdóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson, Karítas Pálsdóttir, Katrín Blöndal, Kristín Kolka Bjarnadóttir, Lilja Björg Sigurjónsdóttir, Margrét Lilja Arnarsdóttir, Marta Jónsdóttir, Sunneva Smáradóttir, Unnur Ýr Haraldsdóttir, Þjóðbjörg Eiríksdóttir, Þorkell Már Einarsson og Þórunn Helgadóttir. Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru nú afhentir í sjöunda sinn. Sjóðurinn var stofnaður árið 2008 og er markmið hans að styrkja nýnema til náms við Háskóla Íslands. Alls hafa 138 styrkir verið veittir úr sjóðnum frá upphafi. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands.
Dúxar Tengdar fréttir Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en upphæðin nemur 375 þúsund krónum. 23. júní 2014 20:54 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en upphæðin nemur 375 þúsund krónum. 23. júní 2014 20:54
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu