Þjóðernissinnar komust í lykilstöðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. desember 2014 07:00 Stefan Löfven forsætisráðherra, annar frá hægri, á blaðamannafundi á miðvikudaginn ásamt Gustav Fridolin menntamálaráðherra, Åsu Romson aðstoðarforsætisráðherra og Magdalenu Andersson fjármálaráðherra. nordicphotos/AFP Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9 prósent atkvæða og 49 þingmenn í kosningunum sem haldnar voru í Svíþjóð 14. september síðastliðinn. Þar með komust þeir í lykilstöðu, því hvorki hægri- né vinstriflokkar gátu myndað meirihlutastjórn. Niðurstaðan varð sú að Jafnaðarmenn mynduðu minnihlutastjórn með Græningjum. Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, varð forsætisráðherra stjórnarinnar, en frá upphafi var ljóst að sú stjórn gæti ekki komið neinum málum í gegnum þingið nema fá til þess stuðning eða í það minnsta hlutleysi frá einhverjum hægriflokkanna. Þrátt fyrir það lögðu Jafnaðarmenn og Græningjar fram fjárlagafrumvarp án þess að hafa fyrirfram tryggt sér meirihluta fyrir því á þinginu. Þegar hægriflokkarnir lögðu svo fram sitt eigið mótfrumvarp, var ljóst að Svíþjóðardemókratarnir myndu í raun ráða því hvort fjárlögin yrðu samþykkt. Hefðu þeir ákveðið að sitja hjá, eins og Löfven gerði sér greinilega vonir um, þá hefði frumvarpið náð í gegn. Þeir skýrðu hins vegar frá því á þriðjudaginn að þeir myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu á þingi. Uppi varð fótur og fit og Löfven reyndi á síðustu stundu að fá hægriflokkana til að semja um málamiðlun. Ekkert gekk og fjárlagafrumvarpið var fellt í gær með 182 atkvæðum gegn 153. Löfven beið þá ekki boðanna, sagði af sér og boðaði til kosninga snemma á næsta ári. „Þetta er sorglegt,“ hafði sænska dagblaðið Dagens Nyheter eftir Magdalenu Andersen fjármálaráðherra. „Ég skil það vel að mörgum finnist þeir vera sviknir.“ Löfven kennir hægriflokkunum um það hvernig fór: „Þeir láta Svíþjóðardemókratana stýra sænskum stjórnmálum.“ Þetta þýðir líka að það verður fjárlagafrumvarp hægriflokkanna þriggja sem tekur gildi um áramót. Vinstrimönnum í Svíþjóð líst ekkert á þau, enda fela þau í sér verulegan niðurskurð í ýmsum velferðarmálum.Mattias Karlsson tók við leiðtogahlutverkinu eftir að Jimmie Åkesson fór í langt veikindaleyfi.Nordicphotos/AFPSvíþjóðardemókratarnir Rúmlega aldarfjórðungur er síðan Svíþjóðardemókratarnir voru formlega stofnaðir sem stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hafði þó átt sér forsögu í fyrri flokkum og samtökum, sem tengdust nýnasistum og útlendingahræðslu. Flokkurinn er engan veginn laus við útlendingahræðsluna, þótt leiðtogar flokksins hafi á seinni árum reynt að gefa henni fágaðra yfirbragð og forðist mestu gífuryrðin í almennum umræðum. Flokkurinn fékk 5,7 prósent atkvæða árið 2010 og vann síðan töluverðan sigur nú í haust þegar 12,9 prósent sænskra kjósenda greiddu honum atkvæði. Leiðtogi flokksins er Jimmie Åkesson, en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan upp úr miðjum október. Hann segist sjálfur útbrunninn. Við forystunni tók Mattias Karlsson, sem hefur verið helsti hugmyndafræðingur flokksins síðustu árin. Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9 prósent atkvæða og 49 þingmenn í kosningunum sem haldnar voru í Svíþjóð 14. september síðastliðinn. Þar með komust þeir í lykilstöðu, því hvorki hægri- né vinstriflokkar gátu myndað meirihlutastjórn. Niðurstaðan varð sú að Jafnaðarmenn mynduðu minnihlutastjórn með Græningjum. Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, varð forsætisráðherra stjórnarinnar, en frá upphafi var ljóst að sú stjórn gæti ekki komið neinum málum í gegnum þingið nema fá til þess stuðning eða í það minnsta hlutleysi frá einhverjum hægriflokkanna. Þrátt fyrir það lögðu Jafnaðarmenn og Græningjar fram fjárlagafrumvarp án þess að hafa fyrirfram tryggt sér meirihluta fyrir því á þinginu. Þegar hægriflokkarnir lögðu svo fram sitt eigið mótfrumvarp, var ljóst að Svíþjóðardemókratarnir myndu í raun ráða því hvort fjárlögin yrðu samþykkt. Hefðu þeir ákveðið að sitja hjá, eins og Löfven gerði sér greinilega vonir um, þá hefði frumvarpið náð í gegn. Þeir skýrðu hins vegar frá því á þriðjudaginn að þeir myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu á þingi. Uppi varð fótur og fit og Löfven reyndi á síðustu stundu að fá hægriflokkana til að semja um málamiðlun. Ekkert gekk og fjárlagafrumvarpið var fellt í gær með 182 atkvæðum gegn 153. Löfven beið þá ekki boðanna, sagði af sér og boðaði til kosninga snemma á næsta ári. „Þetta er sorglegt,“ hafði sænska dagblaðið Dagens Nyheter eftir Magdalenu Andersen fjármálaráðherra. „Ég skil það vel að mörgum finnist þeir vera sviknir.“ Löfven kennir hægriflokkunum um það hvernig fór: „Þeir láta Svíþjóðardemókratana stýra sænskum stjórnmálum.“ Þetta þýðir líka að það verður fjárlagafrumvarp hægriflokkanna þriggja sem tekur gildi um áramót. Vinstrimönnum í Svíþjóð líst ekkert á þau, enda fela þau í sér verulegan niðurskurð í ýmsum velferðarmálum.Mattias Karlsson tók við leiðtogahlutverkinu eftir að Jimmie Åkesson fór í langt veikindaleyfi.Nordicphotos/AFPSvíþjóðardemókratarnir Rúmlega aldarfjórðungur er síðan Svíþjóðardemókratarnir voru formlega stofnaðir sem stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hafði þó átt sér forsögu í fyrri flokkum og samtökum, sem tengdust nýnasistum og útlendingahræðslu. Flokkurinn er engan veginn laus við útlendingahræðsluna, þótt leiðtogar flokksins hafi á seinni árum reynt að gefa henni fágaðra yfirbragð og forðist mestu gífuryrðin í almennum umræðum. Flokkurinn fékk 5,7 prósent atkvæða árið 2010 og vann síðan töluverðan sigur nú í haust þegar 12,9 prósent sænskra kjósenda greiddu honum atkvæði. Leiðtogi flokksins er Jimmie Åkesson, en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan upp úr miðjum október. Hann segist sjálfur útbrunninn. Við forystunni tók Mattias Karlsson, sem hefur verið helsti hugmyndafræðingur flokksins síðustu árin.
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira