Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði ítalska liðsins Torres í fyrsta sinn á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Brescia á heimavelli, 3-1.
Hallbera Guðný spilaði fyrstu 66 mínútur leiksins en hún gekk í raðir félagsins fyrir áramót og mun spila með því út leiktíðina. Að því loknu heldur hún til Íslands og spilar með Val í Pepsi-deild kvenna.
Torres missti toppsæti toppsæti deildarinnar með tapinu í dag en Brescia er á toppnum með 42 stig, rétt eins og Tavagnacco sem vann sinn leik í dag. Torres er svo í þriðja sæti með 40 stig.
Hallbera byrjaði í toppslag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti







Einkunnir Íslands: Fátt að frétta
Fótbolti

Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti