Erlent

Þrjú börn létust þegar rútur skullu saman

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá slysinu.
Frá slysinu. vísir/ap
Þrjú börn og einn fullorðinn létust eftir að tvær skólarútur skullu saman í Tennessee í Bandaríkjunum í gær. Tuttugu og sjö slösuðust, meirihluti börn, en flestir sluppu með skrámur.

Rúturnar voru með börnin á leið heim úr skóla í gær þegar slysið varð. Talið er að önnur rútan hafi tekið of krappa beygju með þeim afleiðingum að hún valt á hliðina og rann út á öfugan vegarhelming. Verið er að rannsaka málið.    






Fleiri fréttir

Sjá meira


×