Innlent

„Kæru ráðamenn þjóðarinnar, nú er nóg komið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/fésbókarsíða landbúnaðarháskóla íslands
Starfsfólk Landbúnaðarháskóla Íslands mótmælir skefjalausum niðurskurði á starfi LbhÍ og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að taka til alvarlegar skoðunar þá fordæmalausu stöðu sem stofnunin hefur verið sett í. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lbhí.

Þar segir einnig: „Frá stofnun skólans árið 2005, með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, hefur starfsfólki fækkað um helming þrátt fyrir fyrirheit um uppbyggingu.“

Ekki sjái fyrir endann á niðurskurði og uppsögnum starfsfólks með óvæntum niðurskurði á framlögum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um 18 milljónir.

„Til viðbótar við harða endurgreiðslukröfu Alþingis og mennta – og menningarmálaráðuneytis. Sú fjölbreytta starfsemi á sviði menntunar og rannsókna á íslenskri náttúru, matvælaframleiðslu og fjölbreyttri nýtingu náttúruauðlinda sem fram fer við skólann á því verulega undir högg að sækja.“

„Kæru ráðamenn þjóðarinnar, nú er nóg komið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×