Reynum að búa til sigurvegara Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. september 2014 06:30 Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur Sverrisson og lærisveinar hans bíða spenntir eftir því að dregið verði í umspili um sæti á Evrópumótinu 2015 í Genf í dag. Sama hverjir mótherjarnir verða þá er ljóst að verkefnið verður gríðarlega erfitt en sex þjóðir koma til greina í dag: England, Portúgal, Ítalía, Danmörk, Spánn og Þýskaland. Strákarnir okkar hafa hins vegar sýnt að þeir óttast engan andstæðing og hafa sýnt getu sína, nú síðast með jafntefli gegn geysisterku liði Frakklands sem í eru leikmenn upp á tugi milljóna evra. Eyjólfur var vitanlega sáttur eftir að hafa nælt í stig í Frakklandi en fyrri leik liðanna lauk með 4-3 sigri Frakklands í háspennuleik á Laugardalsvelli. „Okkur grunaði að jafntefli myndi nægja. Við ætluðum að halda í stigið og reyna að taka þrjú stig í lokin, það mátti litlu muna en við erum sáttir með stigið í dag. Við vorum að mæta stjörnum prýddu liði Frakklands og við þurftum að vera fastir fyrir og reyna að loka á þá,“ sagði Eyjólfur en í liði Frakklands voru leikmenn frá Monaco, Arsenal og Chelsea. Eyjólfur var þjálfari U21 árs liðsins þegar það komst í lokakeppni EM 2011 í Danmörku en hann segir að liðin séu ólík á sinn hátt. „Að mínu mati eru þetta gjörólík lið. Munurinn er helst sá að í dag erum við með líkamlega sterkara lið. Það var meira spil í liðinu árið 2011, við reyndum að spila boltanum hratt eftir jörðinni, en við erum með mun sterkara lið í dag. Við vorum gríðarlega öflugir í föstum leikatriðum í undankeppninni enda öflugir í loftinu,“ sagði Eyjólfur sem sagði að undankeppnin fyrir EM árið 2013 hefði verið góður skóli fyrir liðið. Ísland lenti í neðsta sæti riðilsins í þeirri undankeppni og voru efasemdir um Eyjólf sem þjálfara. „Það var lærdómsrík undankeppni, við komum beint úr undankeppninni og fengum engan undirbúning fyrir þann hóp. Fyrir vikið fórum við beint í leikina og undirbúningurinn var einfaldlega ekki nægilega góður. Við lærðum mikið af þeirri keppni.“ Margir af leikmönnunum sem hafa gegnt lykilhlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár voru með U21 árs landsliðinu sem keppti í Danmörku. Eyjólfur segir að þrátt fyrir að góður árangur sé alltaf velkominn þá sé meginhlutverk liðsins enn í dag að undirbúa leikmenn fyrir landsliðið. „Okkar markmið er auðvitað að búa til leikmenn fyrir landsliðið. Það sem við erum að reyna að innprenta strákunum er sigurvilji, að trúa að þeir séu að fara vinna fyrir alla leiki í stað þess að vona það besta. Við viljum búa til sigurvegara sem fara í leik til þess að ná í stigin þrjú og hafa lausnir til þess,“ sagði Eyjólfur en hann telur að leikmenn íslenska liðsins muni læra af leikjunum í umspilinu og leikjunum á móti Frakklandi. „Þessir leikir eru gríðarlega mikilvægir fyrir þessa stráka, þetta eru öflug lið og þarf að verjast vel á móti þeim og þeir læra inn á það. Í leiknum skiptum við í 4-4-2 þegar skammt var til leiksloka sem hefur verið helsta leikkerfi íslenska liðsins og þeir brugðust vel við því,“ sagði Eyjólfur sem er í góðu samstarfi við Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands. Þjálfarinn á engan óskamótherja í drættinum. „Vonandi fáum við útileik fyrst og eigum þá heimaleikinn inni ef þetta fer í framlengingu. Við vitum að þetta verður alltaf gríðarlega erfiður mótherji en við sýndum á móti Frakklandi að við höfum í fullu tré við flesta. Ég ætla ekki að segja að við séum óttalausir, við verðum að vera fullkomlega einbeittir þegar að þessu kemur en vonandi getur óttinn hjálpað okkur,“ sagði Eyjólfur og bætti við að ekkert lið hentaði betur en annað. Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson og lærisveinar hans bíða spenntir eftir því að dregið verði í umspili um sæti á Evrópumótinu 2015 í Genf í dag. Sama hverjir mótherjarnir verða þá er ljóst að verkefnið verður gríðarlega erfitt en sex þjóðir koma til greina í dag: England, Portúgal, Ítalía, Danmörk, Spánn og Þýskaland. Strákarnir okkar hafa hins vegar sýnt að þeir óttast engan andstæðing og hafa sýnt getu sína, nú síðast með jafntefli gegn geysisterku liði Frakklands sem í eru leikmenn upp á tugi milljóna evra. Eyjólfur var vitanlega sáttur eftir að hafa nælt í stig í Frakklandi en fyrri leik liðanna lauk með 4-3 sigri Frakklands í háspennuleik á Laugardalsvelli. „Okkur grunaði að jafntefli myndi nægja. Við ætluðum að halda í stigið og reyna að taka þrjú stig í lokin, það mátti litlu muna en við erum sáttir með stigið í dag. Við vorum að mæta stjörnum prýddu liði Frakklands og við þurftum að vera fastir fyrir og reyna að loka á þá,“ sagði Eyjólfur en í liði Frakklands voru leikmenn frá Monaco, Arsenal og Chelsea. Eyjólfur var þjálfari U21 árs liðsins þegar það komst í lokakeppni EM 2011 í Danmörku en hann segir að liðin séu ólík á sinn hátt. „Að mínu mati eru þetta gjörólík lið. Munurinn er helst sá að í dag erum við með líkamlega sterkara lið. Það var meira spil í liðinu árið 2011, við reyndum að spila boltanum hratt eftir jörðinni, en við erum með mun sterkara lið í dag. Við vorum gríðarlega öflugir í föstum leikatriðum í undankeppninni enda öflugir í loftinu,“ sagði Eyjólfur sem sagði að undankeppnin fyrir EM árið 2013 hefði verið góður skóli fyrir liðið. Ísland lenti í neðsta sæti riðilsins í þeirri undankeppni og voru efasemdir um Eyjólf sem þjálfara. „Það var lærdómsrík undankeppni, við komum beint úr undankeppninni og fengum engan undirbúning fyrir þann hóp. Fyrir vikið fórum við beint í leikina og undirbúningurinn var einfaldlega ekki nægilega góður. Við lærðum mikið af þeirri keppni.“ Margir af leikmönnunum sem hafa gegnt lykilhlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár voru með U21 árs landsliðinu sem keppti í Danmörku. Eyjólfur segir að þrátt fyrir að góður árangur sé alltaf velkominn þá sé meginhlutverk liðsins enn í dag að undirbúa leikmenn fyrir landsliðið. „Okkar markmið er auðvitað að búa til leikmenn fyrir landsliðið. Það sem við erum að reyna að innprenta strákunum er sigurvilji, að trúa að þeir séu að fara vinna fyrir alla leiki í stað þess að vona það besta. Við viljum búa til sigurvegara sem fara í leik til þess að ná í stigin þrjú og hafa lausnir til þess,“ sagði Eyjólfur en hann telur að leikmenn íslenska liðsins muni læra af leikjunum í umspilinu og leikjunum á móti Frakklandi. „Þessir leikir eru gríðarlega mikilvægir fyrir þessa stráka, þetta eru öflug lið og þarf að verjast vel á móti þeim og þeir læra inn á það. Í leiknum skiptum við í 4-4-2 þegar skammt var til leiksloka sem hefur verið helsta leikkerfi íslenska liðsins og þeir brugðust vel við því,“ sagði Eyjólfur sem er í góðu samstarfi við Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands. Þjálfarinn á engan óskamótherja í drættinum. „Vonandi fáum við útileik fyrst og eigum þá heimaleikinn inni ef þetta fer í framlengingu. Við vitum að þetta verður alltaf gríðarlega erfiður mótherji en við sýndum á móti Frakklandi að við höfum í fullu tré við flesta. Ég ætla ekki að segja að við séum óttalausir, við verðum að vera fullkomlega einbeittir þegar að þessu kemur en vonandi getur óttinn hjálpað okkur,“ sagði Eyjólfur og bætti við að ekkert lið hentaði betur en annað.
Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira