Mótmæli upp á líf og dauða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. febrúar 2014 13:14 Gústaf var í Kænugarði dagana 22. til 24. janúar. mynd/samherji Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“ Úkraína Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“
Úkraína Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira