Norska strandgæslan tók skip Greenpeace Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2014 13:00 Varðskipið togar skip Greenpeace burt frá borpallinum í nótt. Mynd/Greenpeace. Varðskip norsku strandgæslunnar dró í nótt skip Greenpeace, Esperanza, burt af fyrirhuguðum borstað Statoil í Barentshafi, um 350 kílómetra norðan við Noreg. Samtökin höfðu haldið skipi sínu undanfarna sólarhringa nákvæmlega á þeim punkti til að hindra borpallinn Transocean Spitsbergen í að hefja boranir. Norskir varðskipsmenn fóru seint í gærkvöldi um borð í skip Greenpeace og festu dráttartaug á milli. Esperanza var svo fjarlægt á þeirri forsendu að það hefði brotið gegn fyrirmælum norskra stjórnvalda um að nánasta umhverfi borpalls teljist öryggissvæði. Greenpeace mótmælti aðgerðinni sem ólöglegri og sagði að brotið hefði verið gegn siglingafrelsi á alþjóðlegu hafsvæði. Statoil hafði gefið það út að hver dagur sem boranir tefðust kostaði félagið um 140 milljónir íslenskra króna. Greenpeace fagnaði því hins vegar að hafa tekist að tefja boranir um að minnsta kosti 89 klukkustundir. Laust fyrir hádegi bárust þær fréttir frá Greenpeace að strandgæslan hefði sleppt skipinu og að það myndi nú sigla til Tromsö til að sækja þá meðlimi samtakanna sem handteknir voru á borpallinum fyrr í vikunni. Tengdar fréttir Grænfriðungar hangandi í böndum utan á borpalli Liðsmenn Greenpeace-samtakanna hafa hlekkjað sig við olíuborpall Statoil í Barentshafi til að mótmæla olíuleit á norðurslóðum. 27. maí 2014 21:00 Lögregla handtók Grænfriðungana Norska lögreglan fór í nótt um borð í borpallinn Transocean Spitsbergen í Barentshafi og batt enda á mótmæli Greenpeace. 29. maí 2014 14:15 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Grænfriðungum bannað að trufla olíuleit við Grænland Hollenskur dómstóll hefur bannað Grænfriðungum að trufla olíuleit skoska olíufélagsins Cairn á Baffins-flóa við Vestur Grænland. 10. júní 2011 07:23 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Varðskip norsku strandgæslunnar dró í nótt skip Greenpeace, Esperanza, burt af fyrirhuguðum borstað Statoil í Barentshafi, um 350 kílómetra norðan við Noreg. Samtökin höfðu haldið skipi sínu undanfarna sólarhringa nákvæmlega á þeim punkti til að hindra borpallinn Transocean Spitsbergen í að hefja boranir. Norskir varðskipsmenn fóru seint í gærkvöldi um borð í skip Greenpeace og festu dráttartaug á milli. Esperanza var svo fjarlægt á þeirri forsendu að það hefði brotið gegn fyrirmælum norskra stjórnvalda um að nánasta umhverfi borpalls teljist öryggissvæði. Greenpeace mótmælti aðgerðinni sem ólöglegri og sagði að brotið hefði verið gegn siglingafrelsi á alþjóðlegu hafsvæði. Statoil hafði gefið það út að hver dagur sem boranir tefðust kostaði félagið um 140 milljónir íslenskra króna. Greenpeace fagnaði því hins vegar að hafa tekist að tefja boranir um að minnsta kosti 89 klukkustundir. Laust fyrir hádegi bárust þær fréttir frá Greenpeace að strandgæslan hefði sleppt skipinu og að það myndi nú sigla til Tromsö til að sækja þá meðlimi samtakanna sem handteknir voru á borpallinum fyrr í vikunni.
Tengdar fréttir Grænfriðungar hangandi í böndum utan á borpalli Liðsmenn Greenpeace-samtakanna hafa hlekkjað sig við olíuborpall Statoil í Barentshafi til að mótmæla olíuleit á norðurslóðum. 27. maí 2014 21:00 Lögregla handtók Grænfriðungana Norska lögreglan fór í nótt um borð í borpallinn Transocean Spitsbergen í Barentshafi og batt enda á mótmæli Greenpeace. 29. maí 2014 14:15 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Grænfriðungum bannað að trufla olíuleit við Grænland Hollenskur dómstóll hefur bannað Grænfriðungum að trufla olíuleit skoska olíufélagsins Cairn á Baffins-flóa við Vestur Grænland. 10. júní 2011 07:23 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Grænfriðungar hangandi í böndum utan á borpalli Liðsmenn Greenpeace-samtakanna hafa hlekkjað sig við olíuborpall Statoil í Barentshafi til að mótmæla olíuleit á norðurslóðum. 27. maí 2014 21:00
Lögregla handtók Grænfriðungana Norska lögreglan fór í nótt um borð í borpallinn Transocean Spitsbergen í Barentshafi og batt enda á mótmæli Greenpeace. 29. maí 2014 14:15
Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30
Grænfriðungum bannað að trufla olíuleit við Grænland Hollenskur dómstóll hefur bannað Grænfriðungum að trufla olíuleit skoska olíufélagsins Cairn á Baffins-flóa við Vestur Grænland. 10. júní 2011 07:23
Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22
Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20