Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ben Davies kom frá Swansea.
Ben Davies kom frá Swansea. Vísir/Getty
Mauricio Pochettino, nýr þjálfari Tottenham, hefur verið rólegur á leikmannamarkaðinum í sumar.

Aðeins þrír leikmenn eru komnir til Tottenham, sem þykir lítið á þeim bænum. Markvörðurinn Michel Vorm og vinstri bakvörðurinn Ben Davies komu frá Swansea og enski unglingalandsliðsmaðurinn Eric Dier frá Sporting Lissabon.

Að sama skapi hefur Spurs misst lítið, en liðið í dag er mjög svipað því sem lenti 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Gylfi Þór Sigurðsson er farinn til Swansea eins og frægt er, og Jake Livermore var seldur til Hull þar sem hann lék sem lánsmaður á síðasta tímabili.

Pochettino vonast væntanlega til þess að leikmennirnir sem Andre-Villas Boas keypti fyrir peninginn sem fékkst fyrir söluna á Gareth Bale komi til og standi sig betur en í fyrra.

Southampton-mennirnir Jay Rodriguez og Morgan Schneiderlin hafa verið orðaðir við Tottenham, líkt og Wilfried Bony, en ólíklegt verður að teljast að Swansea selji Spurs þriðja leikmanninn í sumar.

Þónokkrir leikmenn hafa verið orðaðir frá félaginu, þá helst Michael Dawson, Etienne Capoue, Younes Kaboul og Emmanuel Adebayor.

Komnir:

Ben Davies frá Swansea

Michel Vorm frá Swansea

Eric Dier frá Sporting Lissabon

Farnir:

Jake Livermore til Hull City

Gylfi Þór Sigurðsson til Swansea

Yago Falque til Genoa

Heurelho Gomes til Watford

Cameron Lancaster samningslaus

Kenneth McEvoy til Peterborough United (á láni)

Shaquile Coulthirst til Southend United (á láni)

Jordan Archer til Northampton (á láni)


Tengdar fréttir

Lloris framlengir við Tottenham

Franski markvörðurinn hefur verið orðaður við olíuveldin Paris Saint Germain og Monaco undanfarnar vikur en undirritaði nýjan samning í morgun.

Swansea tilbúið að hlusta á tilboð í Bony

Samkvæmt heimildum Daily Mirror hefur Swansea gefið upp alla von að Wilfried Bony leiki með liðinu á næsta tímabili. Talið er að Swansea vilji fá tæplega 20 milljónir punda fyrir framherjann.

Tottenham fær varnarmann

Tottenham hefur fest kaup á enska varnarmanninum Eric Dier frá Sporting Lissabon.

Schneiderlin og Rodriguez orðaðir við Tottenham

Samkvæmt Press Association Sport er Tottenham í viðræðum við Southampton um kaupa á franska miðjumanninum Morgan Schneiderlin og enska sóknarmanninum Jay Rodriguez. Félagið hefur þegar selt sex sterka leikmenn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×