Enski boltinn

Mourinho hefur engar áhyggjur af Costa

Costa er ekki lengur markahæsti leikmaður ensku deildarinnar.
Costa er ekki lengur markahæsti leikmaður ensku deildarinnar. vísir/getty
Eftir ótrúlega byrjun á tímabilinu hjá framherja Chelsea, Diego Costa, hefur verið skortur á mörkum í síðustu leikjum.

Costa skoraði sjö mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir félagið en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu sjö leikjum. Þar af hefur hann ekki skorað í þrem leikjum í röð.

Hann hefur reyndar verið að glíma við meiðsli síðustu vikur en þrátt fyrir það hefur hann getað spilað.

„Ég hef engar áhyggjur af mörkunum hjá honum. Þau koma er hann nær fullri heilsu á ný. Hann þarf að komast í form á nýjan leik," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea.

„Það hefur eðlilega áhrif á leik manna ef þeir eru ekki heilir heilsu. Ég hef engar áhyggjur af honum um leið og hann verður kominn í form á nýjan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×