Emil hafði betur gegn Maradona | Myndir 2. september 2014 11:00 Emil reynir að halda aftur af Maradona í leiknum. vísir/afp Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona. Þetta var friðarleikur í Róm sem var skipulagður af Páfanum og Javier Zanetti, varaforseta Inter. Þarna mættust leikmenn úr öllum heimshornum til að leggja sitt af mörkum fyrir friði á Gaza-svæðinu. "Ótrúlegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma," skrifaði Emil á Instagram-síðu sína og með fylgdi mynd af honum og besta knattspyrnumanni allra tíma. Það voru engar smá kempur sem tóku þátt í þessum leik. Fyrir utan Emil og Maradona voru á vellinum menn eins og Roberto Baggio, Alessandro del Piero, Carlos Valderrama, Andriy Shevchenko, Zanetti og Gianluigi Buffon. Arsene Wenger stýrði síðan öðru liðinu en það vakti mikla athygli að hann hefði tekið þátt í þessum viðburði á sama tíma og félagaskiptaglugginn var að lokast. Lið Emils hafði betur gegn Maradona og félögum, 6-3, þar sem Mauro Icardi, leikmaður Inter, skoraði þrennu. Stund kvöldsins var þó þegar Maradona lagði upp mark fyrir Baggio. Söngvarinn og bakvörðurinn góðkunni, Jón Ragnar Jónsson, var á meðal áhorfenda og hitti sjálfan Paolo Maldini að því er heimildir Vísis herma. Hér að neðan má sjá myndir af Instagram-síðu Emils og myndband er hann hittir Páfann. Þessum var boðið að taka þátt í leiknum skemmtilega:Andrea Ranocchia, Andrea Pirlo, Fredy Guarìn, Mikel Arteta, Andrés Palop Cervera, Andriy Shevchenko, Antonio Mohamed, Marcos Antonio Senna Da Silva, Arturo Vidal, Carlos Valderrama, Yossi Benayoun, Dudu Aouate, Tomer Hemed, Damiano Tommasi, David Trezeguet, Degu Debebe Gebreyes, Diego Lugano, Diego Simeone, Emil Hallfreðsson, Mauro Icardi, Ricky Alvarez, Juan Pablo Carrizo, Esteban Cambiasso, Fernando Tissone, Ezequiel Schelotto, Ezequiel Lavezzi, Juan Iturbe, Lionel Messi, Javier Mascherano, Maxi Rodríguez, Cristian Ledesma, Yuto Nagatomo, Ivan Zamorano, Ivan Cordoba, Roberto Baggio, Samuel Eto’o, Fernando Muslera, Filippo Inzaghi, Gabriel Heinze, Jose Chamot, Luca Toni, Lucas Podolski, Mesut Özil, Nicola Legrottaglie, Radja Nainggolan, Ronaldinho, Stefano Mauri, Sulley Muntari og Belozoglu Emre.Maradona og Del Piero.Maradona í góðum hópi eftir leik.Maradona liggur og Emil glottir.Maradona sýndi lipra takta.Maradona og Baggio. Þvílíkar goðsagnir.Maradona afhendir landa sínum, Páfanum, argentínska landsliðstreyju.Wenger gefur góð ráð inn í klefa fyrir leik. Hann situr í bás síns gamla lærisveins, Ashley Cole. Fótbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona. Þetta var friðarleikur í Róm sem var skipulagður af Páfanum og Javier Zanetti, varaforseta Inter. Þarna mættust leikmenn úr öllum heimshornum til að leggja sitt af mörkum fyrir friði á Gaza-svæðinu. "Ótrúlegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma," skrifaði Emil á Instagram-síðu sína og með fylgdi mynd af honum og besta knattspyrnumanni allra tíma. Það voru engar smá kempur sem tóku þátt í þessum leik. Fyrir utan Emil og Maradona voru á vellinum menn eins og Roberto Baggio, Alessandro del Piero, Carlos Valderrama, Andriy Shevchenko, Zanetti og Gianluigi Buffon. Arsene Wenger stýrði síðan öðru liðinu en það vakti mikla athygli að hann hefði tekið þátt í þessum viðburði á sama tíma og félagaskiptaglugginn var að lokast. Lið Emils hafði betur gegn Maradona og félögum, 6-3, þar sem Mauro Icardi, leikmaður Inter, skoraði þrennu. Stund kvöldsins var þó þegar Maradona lagði upp mark fyrir Baggio. Söngvarinn og bakvörðurinn góðkunni, Jón Ragnar Jónsson, var á meðal áhorfenda og hitti sjálfan Paolo Maldini að því er heimildir Vísis herma. Hér að neðan má sjá myndir af Instagram-síðu Emils og myndband er hann hittir Páfann. Þessum var boðið að taka þátt í leiknum skemmtilega:Andrea Ranocchia, Andrea Pirlo, Fredy Guarìn, Mikel Arteta, Andrés Palop Cervera, Andriy Shevchenko, Antonio Mohamed, Marcos Antonio Senna Da Silva, Arturo Vidal, Carlos Valderrama, Yossi Benayoun, Dudu Aouate, Tomer Hemed, Damiano Tommasi, David Trezeguet, Degu Debebe Gebreyes, Diego Lugano, Diego Simeone, Emil Hallfreðsson, Mauro Icardi, Ricky Alvarez, Juan Pablo Carrizo, Esteban Cambiasso, Fernando Tissone, Ezequiel Schelotto, Ezequiel Lavezzi, Juan Iturbe, Lionel Messi, Javier Mascherano, Maxi Rodríguez, Cristian Ledesma, Yuto Nagatomo, Ivan Zamorano, Ivan Cordoba, Roberto Baggio, Samuel Eto’o, Fernando Muslera, Filippo Inzaghi, Gabriel Heinze, Jose Chamot, Luca Toni, Lucas Podolski, Mesut Özil, Nicola Legrottaglie, Radja Nainggolan, Ronaldinho, Stefano Mauri, Sulley Muntari og Belozoglu Emre.Maradona og Del Piero.Maradona í góðum hópi eftir leik.Maradona liggur og Emil glottir.Maradona sýndi lipra takta.Maradona og Baggio. Þvílíkar goðsagnir.Maradona afhendir landa sínum, Páfanum, argentínska landsliðstreyju.Wenger gefur góð ráð inn í klefa fyrir leik. Hann situr í bás síns gamla lærisveins, Ashley Cole.
Fótbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira