Dýrt að stytta biðlista Landspítalans eftir verkfallið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2014 13:28 Forstjóri Landspítalans fagnar því að ríkið ætli að leggja einum milljarði króna meira til rekstur spítalans en áformað var. Vísir/GVA/LSH Tilkynnt var í vikunni að í tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir aðra umræðu fjárlaganna sé gert ráð fyrir að Landspítalinn fái einn milljarð króna til viðbótar í rekstur spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir þetta ánægjulegt en spítalinn þurfi þó meira fé. „Það eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi það hvar kostnaður á ákveðnum liðum fellur, hjá okkur eða Sjúkratryggingum, sem mun hafa áhrif á þetta,“ segir Páll. Ljóst sé að gæta þurfi aðhalds. „Við verðum að fá fé í ákveðna viðhaldsþætti, meðal annars það að kaupa nýja vararafstöð fyrir Fossvog sem kostar á annað hundrað milljónir. Það hrundi tölvukerfi hjá okkur í tvo tíma í síðustu viku. Það tengdist vandræðum vegna diskastæðna þannig að við þurfum að fá fé í það. Það er alveg ljóst að við þurfum að setja fé í ákveðin mikilvæg viðhaldsverkefni og taka til dæmis fé úr rekstri. Á sama tíma er náttúrulega mjög ánægjulegt að fá þetta fé,“ segir Páll. Páll segir læknadeiluna hafa raskað starfsemi spítalans mikið. Kostnaðarsamt geti orðið að vinna upp þá þá löngu biðlista eftir aðgerðum sem myndast hafa á meðan á verkfallinu hefur staðið. Aflýsa hefur þurft 421 skurðaðgerð vegna verkfallsins auk þess sem fresta hefur þurft hjartaþræðingum, kransæðamyndatökum og magaspeglunum. Páll segir að um fjörutíu aðgerðum hafi verið frestað þá daga sem starfsemi á skurðdeildum hafi að mestu legið niðri. „Það er alveg ljóst að við þurfum að ráðast í það að forgangsraða fólki þannig að fólk sé ekki í hættu vegna þess að það bíði of lengi eftir að aðgerðum og því að hitta lækni,“ segir Páll. Páll segir erfitt að leggja mat á það hversu langan tíma það geti tekið að vinna niður biðlistana eftir að verkfalli lýkur. „Það fer náttúrulega líka eftir því að hve miklu leyti við fáum svigrúm og fjármagn þá til þess að ganga í að taka niður biðlista eftir að verkfallinu lýkur,“ segir Páll. Tengdar fréttir Sér fram á áframhaldandi verkfallsaðgerðir hjá læknum Læknar á rannsóknar-, kvenna-, og barnasviði Landspítalans leggja niður störf á miðnætti. 16. nóvember 2014 13:54 „Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52 Loks þokar í samkomulagsátt Formaður samninganefndar lækna segir samningafund í dag hafa gengið ágætlega en enn sé nokkuð í að samningar takist. 28. nóvember 2014 19:18 Læknar munu segja upp semjist ekki fyrir áramót Formaður samninganefndar lækna segir mikla hættu á að fjöldi lækna segi upp störfum hjá spítalanum verði ekki samið fyrir áramót. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á ný á miðnætti í kvöld, þar sem læknar á rannsóknar, kvenna- og barnadeildum Landspítalans leggja niður störf. 16. nóvember 2014 19:20 „Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Tveir læknar á Landspítalanum birtu uppsagnarbréf sín á Facebook í gærkvöldi. 28. nóvember 2014 10:14 Segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna Kári Stefánsson segir það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. 16. nóvember 2014 14:09 Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Formaður Læknafélags Íslands segir samninganefnd ríkisins ekki hafa nægjanlegt umboð til að koma til móts við kröfur lækna. 18. nóvember 2014 13:17 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Tilkynnt var í vikunni að í tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir aðra umræðu fjárlaganna sé gert ráð fyrir að Landspítalinn fái einn milljarð króna til viðbótar í rekstur spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir þetta ánægjulegt en spítalinn þurfi þó meira fé. „Það eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi það hvar kostnaður á ákveðnum liðum fellur, hjá okkur eða Sjúkratryggingum, sem mun hafa áhrif á þetta,“ segir Páll. Ljóst sé að gæta þurfi aðhalds. „Við verðum að fá fé í ákveðna viðhaldsþætti, meðal annars það að kaupa nýja vararafstöð fyrir Fossvog sem kostar á annað hundrað milljónir. Það hrundi tölvukerfi hjá okkur í tvo tíma í síðustu viku. Það tengdist vandræðum vegna diskastæðna þannig að við þurfum að fá fé í það. Það er alveg ljóst að við þurfum að setja fé í ákveðin mikilvæg viðhaldsverkefni og taka til dæmis fé úr rekstri. Á sama tíma er náttúrulega mjög ánægjulegt að fá þetta fé,“ segir Páll. Páll segir læknadeiluna hafa raskað starfsemi spítalans mikið. Kostnaðarsamt geti orðið að vinna upp þá þá löngu biðlista eftir aðgerðum sem myndast hafa á meðan á verkfallinu hefur staðið. Aflýsa hefur þurft 421 skurðaðgerð vegna verkfallsins auk þess sem fresta hefur þurft hjartaþræðingum, kransæðamyndatökum og magaspeglunum. Páll segir að um fjörutíu aðgerðum hafi verið frestað þá daga sem starfsemi á skurðdeildum hafi að mestu legið niðri. „Það er alveg ljóst að við þurfum að ráðast í það að forgangsraða fólki þannig að fólk sé ekki í hættu vegna þess að það bíði of lengi eftir að aðgerðum og því að hitta lækni,“ segir Páll. Páll segir erfitt að leggja mat á það hversu langan tíma það geti tekið að vinna niður biðlistana eftir að verkfalli lýkur. „Það fer náttúrulega líka eftir því að hve miklu leyti við fáum svigrúm og fjármagn þá til þess að ganga í að taka niður biðlista eftir að verkfallinu lýkur,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Sér fram á áframhaldandi verkfallsaðgerðir hjá læknum Læknar á rannsóknar-, kvenna-, og barnasviði Landspítalans leggja niður störf á miðnætti. 16. nóvember 2014 13:54 „Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52 Loks þokar í samkomulagsátt Formaður samninganefndar lækna segir samningafund í dag hafa gengið ágætlega en enn sé nokkuð í að samningar takist. 28. nóvember 2014 19:18 Læknar munu segja upp semjist ekki fyrir áramót Formaður samninganefndar lækna segir mikla hættu á að fjöldi lækna segi upp störfum hjá spítalanum verði ekki samið fyrir áramót. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á ný á miðnætti í kvöld, þar sem læknar á rannsóknar, kvenna- og barnadeildum Landspítalans leggja niður störf. 16. nóvember 2014 19:20 „Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Tveir læknar á Landspítalanum birtu uppsagnarbréf sín á Facebook í gærkvöldi. 28. nóvember 2014 10:14 Segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna Kári Stefánsson segir það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. 16. nóvember 2014 14:09 Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Formaður Læknafélags Íslands segir samninganefnd ríkisins ekki hafa nægjanlegt umboð til að koma til móts við kröfur lækna. 18. nóvember 2014 13:17 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sér fram á áframhaldandi verkfallsaðgerðir hjá læknum Læknar á rannsóknar-, kvenna-, og barnasviði Landspítalans leggja niður störf á miðnætti. 16. nóvember 2014 13:54
„Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52
Loks þokar í samkomulagsátt Formaður samninganefndar lækna segir samningafund í dag hafa gengið ágætlega en enn sé nokkuð í að samningar takist. 28. nóvember 2014 19:18
Læknar munu segja upp semjist ekki fyrir áramót Formaður samninganefndar lækna segir mikla hættu á að fjöldi lækna segi upp störfum hjá spítalanum verði ekki samið fyrir áramót. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á ný á miðnætti í kvöld, þar sem læknar á rannsóknar, kvenna- og barnadeildum Landspítalans leggja niður störf. 16. nóvember 2014 19:20
„Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Tveir læknar á Landspítalanum birtu uppsagnarbréf sín á Facebook í gærkvöldi. 28. nóvember 2014 10:14
Segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna Kári Stefánsson segir það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. 16. nóvember 2014 14:09
Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Formaður Læknafélags Íslands segir samninganefnd ríkisins ekki hafa nægjanlegt umboð til að koma til móts við kröfur lækna. 18. nóvember 2014 13:17