Dýrt að stytta biðlista Landspítalans eftir verkfallið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2014 13:28 Forstjóri Landspítalans fagnar því að ríkið ætli að leggja einum milljarði króna meira til rekstur spítalans en áformað var. Vísir/GVA/LSH Tilkynnt var í vikunni að í tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir aðra umræðu fjárlaganna sé gert ráð fyrir að Landspítalinn fái einn milljarð króna til viðbótar í rekstur spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir þetta ánægjulegt en spítalinn þurfi þó meira fé. „Það eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi það hvar kostnaður á ákveðnum liðum fellur, hjá okkur eða Sjúkratryggingum, sem mun hafa áhrif á þetta,“ segir Páll. Ljóst sé að gæta þurfi aðhalds. „Við verðum að fá fé í ákveðna viðhaldsþætti, meðal annars það að kaupa nýja vararafstöð fyrir Fossvog sem kostar á annað hundrað milljónir. Það hrundi tölvukerfi hjá okkur í tvo tíma í síðustu viku. Það tengdist vandræðum vegna diskastæðna þannig að við þurfum að fá fé í það. Það er alveg ljóst að við þurfum að setja fé í ákveðin mikilvæg viðhaldsverkefni og taka til dæmis fé úr rekstri. Á sama tíma er náttúrulega mjög ánægjulegt að fá þetta fé,“ segir Páll. Páll segir læknadeiluna hafa raskað starfsemi spítalans mikið. Kostnaðarsamt geti orðið að vinna upp þá þá löngu biðlista eftir aðgerðum sem myndast hafa á meðan á verkfallinu hefur staðið. Aflýsa hefur þurft 421 skurðaðgerð vegna verkfallsins auk þess sem fresta hefur þurft hjartaþræðingum, kransæðamyndatökum og magaspeglunum. Páll segir að um fjörutíu aðgerðum hafi verið frestað þá daga sem starfsemi á skurðdeildum hafi að mestu legið niðri. „Það er alveg ljóst að við þurfum að ráðast í það að forgangsraða fólki þannig að fólk sé ekki í hættu vegna þess að það bíði of lengi eftir að aðgerðum og því að hitta lækni,“ segir Páll. Páll segir erfitt að leggja mat á það hversu langan tíma það geti tekið að vinna niður biðlistana eftir að verkfalli lýkur. „Það fer náttúrulega líka eftir því að hve miklu leyti við fáum svigrúm og fjármagn þá til þess að ganga í að taka niður biðlista eftir að verkfallinu lýkur,“ segir Páll. Tengdar fréttir Sér fram á áframhaldandi verkfallsaðgerðir hjá læknum Læknar á rannsóknar-, kvenna-, og barnasviði Landspítalans leggja niður störf á miðnætti. 16. nóvember 2014 13:54 „Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52 Loks þokar í samkomulagsátt Formaður samninganefndar lækna segir samningafund í dag hafa gengið ágætlega en enn sé nokkuð í að samningar takist. 28. nóvember 2014 19:18 Læknar munu segja upp semjist ekki fyrir áramót Formaður samninganefndar lækna segir mikla hættu á að fjöldi lækna segi upp störfum hjá spítalanum verði ekki samið fyrir áramót. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á ný á miðnætti í kvöld, þar sem læknar á rannsóknar, kvenna- og barnadeildum Landspítalans leggja niður störf. 16. nóvember 2014 19:20 „Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Tveir læknar á Landspítalanum birtu uppsagnarbréf sín á Facebook í gærkvöldi. 28. nóvember 2014 10:14 Segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna Kári Stefánsson segir það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. 16. nóvember 2014 14:09 Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Formaður Læknafélags Íslands segir samninganefnd ríkisins ekki hafa nægjanlegt umboð til að koma til móts við kröfur lækna. 18. nóvember 2014 13:17 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Tilkynnt var í vikunni að í tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir aðra umræðu fjárlaganna sé gert ráð fyrir að Landspítalinn fái einn milljarð króna til viðbótar í rekstur spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir þetta ánægjulegt en spítalinn þurfi þó meira fé. „Það eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi það hvar kostnaður á ákveðnum liðum fellur, hjá okkur eða Sjúkratryggingum, sem mun hafa áhrif á þetta,“ segir Páll. Ljóst sé að gæta þurfi aðhalds. „Við verðum að fá fé í ákveðna viðhaldsþætti, meðal annars það að kaupa nýja vararafstöð fyrir Fossvog sem kostar á annað hundrað milljónir. Það hrundi tölvukerfi hjá okkur í tvo tíma í síðustu viku. Það tengdist vandræðum vegna diskastæðna þannig að við þurfum að fá fé í það. Það er alveg ljóst að við þurfum að setja fé í ákveðin mikilvæg viðhaldsverkefni og taka til dæmis fé úr rekstri. Á sama tíma er náttúrulega mjög ánægjulegt að fá þetta fé,“ segir Páll. Páll segir læknadeiluna hafa raskað starfsemi spítalans mikið. Kostnaðarsamt geti orðið að vinna upp þá þá löngu biðlista eftir aðgerðum sem myndast hafa á meðan á verkfallinu hefur staðið. Aflýsa hefur þurft 421 skurðaðgerð vegna verkfallsins auk þess sem fresta hefur þurft hjartaþræðingum, kransæðamyndatökum og magaspeglunum. Páll segir að um fjörutíu aðgerðum hafi verið frestað þá daga sem starfsemi á skurðdeildum hafi að mestu legið niðri. „Það er alveg ljóst að við þurfum að ráðast í það að forgangsraða fólki þannig að fólk sé ekki í hættu vegna þess að það bíði of lengi eftir að aðgerðum og því að hitta lækni,“ segir Páll. Páll segir erfitt að leggja mat á það hversu langan tíma það geti tekið að vinna niður biðlistana eftir að verkfalli lýkur. „Það fer náttúrulega líka eftir því að hve miklu leyti við fáum svigrúm og fjármagn þá til þess að ganga í að taka niður biðlista eftir að verkfallinu lýkur,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Sér fram á áframhaldandi verkfallsaðgerðir hjá læknum Læknar á rannsóknar-, kvenna-, og barnasviði Landspítalans leggja niður störf á miðnætti. 16. nóvember 2014 13:54 „Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52 Loks þokar í samkomulagsátt Formaður samninganefndar lækna segir samningafund í dag hafa gengið ágætlega en enn sé nokkuð í að samningar takist. 28. nóvember 2014 19:18 Læknar munu segja upp semjist ekki fyrir áramót Formaður samninganefndar lækna segir mikla hættu á að fjöldi lækna segi upp störfum hjá spítalanum verði ekki samið fyrir áramót. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á ný á miðnætti í kvöld, þar sem læknar á rannsóknar, kvenna- og barnadeildum Landspítalans leggja niður störf. 16. nóvember 2014 19:20 „Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Tveir læknar á Landspítalanum birtu uppsagnarbréf sín á Facebook í gærkvöldi. 28. nóvember 2014 10:14 Segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna Kári Stefánsson segir það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. 16. nóvember 2014 14:09 Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Formaður Læknafélags Íslands segir samninganefnd ríkisins ekki hafa nægjanlegt umboð til að koma til móts við kröfur lækna. 18. nóvember 2014 13:17 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Sér fram á áframhaldandi verkfallsaðgerðir hjá læknum Læknar á rannsóknar-, kvenna-, og barnasviði Landspítalans leggja niður störf á miðnætti. 16. nóvember 2014 13:54
„Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52
Loks þokar í samkomulagsátt Formaður samninganefndar lækna segir samningafund í dag hafa gengið ágætlega en enn sé nokkuð í að samningar takist. 28. nóvember 2014 19:18
Læknar munu segja upp semjist ekki fyrir áramót Formaður samninganefndar lækna segir mikla hættu á að fjöldi lækna segi upp störfum hjá spítalanum verði ekki samið fyrir áramót. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á ný á miðnætti í kvöld, þar sem læknar á rannsóknar, kvenna- og barnadeildum Landspítalans leggja niður störf. 16. nóvember 2014 19:20
„Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Tveir læknar á Landspítalanum birtu uppsagnarbréf sín á Facebook í gærkvöldi. 28. nóvember 2014 10:14
Segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna Kári Stefánsson segir það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. 16. nóvember 2014 14:09
Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Formaður Læknafélags Íslands segir samninganefnd ríkisins ekki hafa nægjanlegt umboð til að koma til móts við kröfur lækna. 18. nóvember 2014 13:17