Segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2014 14:09 Kári Stefánsson segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna, það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. Læknar hefðu þurft að vera hóflegri í kröfum sínum. Kári sagði á Sprengisandi í morgun að kjaradeila lækna væri alvarlegt og erfitt mál. Fjármálaráðherra hefur sagt að læknar fari fram á tuga prósenta launahækkanir, en á borðinu liggur tilboð uppá tveggja komma átta prósenta hækkun. „Heilbrigðiskerfið mátti náttúrulega ekki við því að það kæmi læknaverkfall ofan á öll önnur vandræði,“ sagði hann. „Mér finnst nú einhvernvegin eins og félagar mínir innan læknasamtakanna hafi verið heldur klaufalegir í hvernig þeir hafa hannað sínar kröfur. Það er mjög erfitt að koma til ríkisstjórnar, eða koma til ríkisins í dag, og fara fram á 30 til 50 prósent launahækkun.“ Kári sagði að kröfur lækna hefðu átt að vega hógværari og samfélagið færi á hliðina ef gengið yrði að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. „Það er næstum því eins og að koma til manns og segja: ég er með biluð lungu og hjarta, ég þarf lungna- og hjartatransplant, gefðu mér lungun þín og hjarta,“ sagði hann. „Þetta samfélag kemur til með að fara á hliðina ef við göngum að kröfum um 30 til 50 prósent launahækkun. Mér hefði fundist þeir ættu að vera hógværari í prósentukröfum um launahækkun og fara frekar fram á að breyta þrepum í launastigum og svo framvegis og svo framvegis,“ sagði Kári í þættinum. Hann sagði að staðan væri erfið fyrir báða aðila; erfitt væri fyrir ríkið að ganga að kröfunum og að nú ættu læknar erfitt með að bakka með þær. Hann segir þó liggja ljóst fyrir að læknar hafi lækkað mikið í launum síðustu ár. „Staðreyndin er sú að læknar hafa lækkað hlutfallslega í launum töluvert mikið upp á síðkastið. Þetta var hálaunastétt þegar ég var að ljúka læknadeild en hún er það ekki lengur. Hún er einhverstaðar í miðjunni og þessari stétt finnst hún eiga betra skilið,“ sagði hann. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Kári Stefánsson segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna, það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. Læknar hefðu þurft að vera hóflegri í kröfum sínum. Kári sagði á Sprengisandi í morgun að kjaradeila lækna væri alvarlegt og erfitt mál. Fjármálaráðherra hefur sagt að læknar fari fram á tuga prósenta launahækkanir, en á borðinu liggur tilboð uppá tveggja komma átta prósenta hækkun. „Heilbrigðiskerfið mátti náttúrulega ekki við því að það kæmi læknaverkfall ofan á öll önnur vandræði,“ sagði hann. „Mér finnst nú einhvernvegin eins og félagar mínir innan læknasamtakanna hafi verið heldur klaufalegir í hvernig þeir hafa hannað sínar kröfur. Það er mjög erfitt að koma til ríkisstjórnar, eða koma til ríkisins í dag, og fara fram á 30 til 50 prósent launahækkun.“ Kári sagði að kröfur lækna hefðu átt að vega hógværari og samfélagið færi á hliðina ef gengið yrði að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. „Það er næstum því eins og að koma til manns og segja: ég er með biluð lungu og hjarta, ég þarf lungna- og hjartatransplant, gefðu mér lungun þín og hjarta,“ sagði hann. „Þetta samfélag kemur til með að fara á hliðina ef við göngum að kröfum um 30 til 50 prósent launahækkun. Mér hefði fundist þeir ættu að vera hógværari í prósentukröfum um launahækkun og fara frekar fram á að breyta þrepum í launastigum og svo framvegis og svo framvegis,“ sagði Kári í þættinum. Hann sagði að staðan væri erfið fyrir báða aðila; erfitt væri fyrir ríkið að ganga að kröfunum og að nú ættu læknar erfitt með að bakka með þær. Hann segir þó liggja ljóst fyrir að læknar hafi lækkað mikið í launum síðustu ár. „Staðreyndin er sú að læknar hafa lækkað hlutfallslega í launum töluvert mikið upp á síðkastið. Þetta var hálaunastétt þegar ég var að ljúka læknadeild en hún er það ekki lengur. Hún er einhverstaðar í miðjunni og þessari stétt finnst hún eiga betra skilið,“ sagði hann.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira