Segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2014 14:09 Kári Stefánsson segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna, það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. Læknar hefðu þurft að vera hóflegri í kröfum sínum. Kári sagði á Sprengisandi í morgun að kjaradeila lækna væri alvarlegt og erfitt mál. Fjármálaráðherra hefur sagt að læknar fari fram á tuga prósenta launahækkanir, en á borðinu liggur tilboð uppá tveggja komma átta prósenta hækkun. „Heilbrigðiskerfið mátti náttúrulega ekki við því að það kæmi læknaverkfall ofan á öll önnur vandræði,“ sagði hann. „Mér finnst nú einhvernvegin eins og félagar mínir innan læknasamtakanna hafi verið heldur klaufalegir í hvernig þeir hafa hannað sínar kröfur. Það er mjög erfitt að koma til ríkisstjórnar, eða koma til ríkisins í dag, og fara fram á 30 til 50 prósent launahækkun.“ Kári sagði að kröfur lækna hefðu átt að vega hógværari og samfélagið færi á hliðina ef gengið yrði að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. „Það er næstum því eins og að koma til manns og segja: ég er með biluð lungu og hjarta, ég þarf lungna- og hjartatransplant, gefðu mér lungun þín og hjarta,“ sagði hann. „Þetta samfélag kemur til með að fara á hliðina ef við göngum að kröfum um 30 til 50 prósent launahækkun. Mér hefði fundist þeir ættu að vera hógværari í prósentukröfum um launahækkun og fara frekar fram á að breyta þrepum í launastigum og svo framvegis og svo framvegis,“ sagði Kári í þættinum. Hann sagði að staðan væri erfið fyrir báða aðila; erfitt væri fyrir ríkið að ganga að kröfunum og að nú ættu læknar erfitt með að bakka með þær. Hann segir þó liggja ljóst fyrir að læknar hafi lækkað mikið í launum síðustu ár. „Staðreyndin er sú að læknar hafa lækkað hlutfallslega í launum töluvert mikið upp á síðkastið. Þetta var hálaunastétt þegar ég var að ljúka læknadeild en hún er það ekki lengur. Hún er einhverstaðar í miðjunni og þessari stétt finnst hún eiga betra skilið,“ sagði hann. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Kári Stefánsson segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna, það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. Læknar hefðu þurft að vera hóflegri í kröfum sínum. Kári sagði á Sprengisandi í morgun að kjaradeila lækna væri alvarlegt og erfitt mál. Fjármálaráðherra hefur sagt að læknar fari fram á tuga prósenta launahækkanir, en á borðinu liggur tilboð uppá tveggja komma átta prósenta hækkun. „Heilbrigðiskerfið mátti náttúrulega ekki við því að það kæmi læknaverkfall ofan á öll önnur vandræði,“ sagði hann. „Mér finnst nú einhvernvegin eins og félagar mínir innan læknasamtakanna hafi verið heldur klaufalegir í hvernig þeir hafa hannað sínar kröfur. Það er mjög erfitt að koma til ríkisstjórnar, eða koma til ríkisins í dag, og fara fram á 30 til 50 prósent launahækkun.“ Kári sagði að kröfur lækna hefðu átt að vega hógværari og samfélagið færi á hliðina ef gengið yrði að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. „Það er næstum því eins og að koma til manns og segja: ég er með biluð lungu og hjarta, ég þarf lungna- og hjartatransplant, gefðu mér lungun þín og hjarta,“ sagði hann. „Þetta samfélag kemur til með að fara á hliðina ef við göngum að kröfum um 30 til 50 prósent launahækkun. Mér hefði fundist þeir ættu að vera hógværari í prósentukröfum um launahækkun og fara frekar fram á að breyta þrepum í launastigum og svo framvegis og svo framvegis,“ sagði Kári í þættinum. Hann sagði að staðan væri erfið fyrir báða aðila; erfitt væri fyrir ríkið að ganga að kröfunum og að nú ættu læknar erfitt með að bakka með þær. Hann segir þó liggja ljóst fyrir að læknar hafi lækkað mikið í launum síðustu ár. „Staðreyndin er sú að læknar hafa lækkað hlutfallslega í launum töluvert mikið upp á síðkastið. Þetta var hálaunastétt þegar ég var að ljúka læknadeild en hún er það ekki lengur. Hún er einhverstaðar í miðjunni og þessari stétt finnst hún eiga betra skilið,“ sagði hann.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira