Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2014 13:17 Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira