Enski boltinn

Góður sigur hjá Aroni og félögum | Rotherham gerði jafntefli við botnliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar er fastamaður í liði Cardiff.
Aron Einar er fastamaður í liði Cardiff. Vísir/Getty
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 73 mínútur leiksins þegar Cardiff City bar sigurorð af Watford í ensku B-deildinni með einu marki gegn engu.

Adam Le Fondre skoraði sigurmarkið á 12. mínútu, en Cardiff er í 8. sæti deildarinnar með 29 stig, jafn mörg og Watford en verri markatölu.

Kári Árnason kom inn á eftir 42. mínútna leik þegar Rotherham og botnlið Blackpool skildu jöfn, 1-1.

Jordan Bowery kom Rotherham yfir á 78. mínútu, en Steve Davies jafnaði metin sjö mínútum seinna og þar við sat.

Kári og félagar sitja í 21. sæti deildarinnar með 19 stig, einu stigi frá fallsæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×