Enski boltinn

Van Gaal: Van Persie spilaði illa gegn Arsenal | Snerti boltann aðeins 13 sinnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Persie hinn kátasti á æfingu.
Van Persie hinn kátasti á æfingu. vísir/getty
Louis van Gaal, þjálfari Manchester United, var ekki ánægður með frammistöðu samlanda síns, Robins van Persie, þegar United vann Arsenal á útivelli í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Framherjinn snerti boltann aðeins 13 sinnum í leiknum og var skipt af velli fyrir hinn 18 ára James Wilson á 75. mínútu.

„Þrettán snertingar er of lítið fyrir framherja,“ sagði van Gaal á blaðamannafundi í gær, en United tekur á móti Hull City á Old Trafford klukkan 15:00 í dag.

„Hann átti slakan leik. Þess vegna skipti ég honum út af. Þegar ég skipti mönnum af velli er það vegna þess að þeir eru ekki að standa sig. Þeir eru að gera eitthvað rangt.“

Van Persie hefur átt í erfiðleikum fyrir framan markið á þessu ári, en framherjinn hefur skorað átta mörk í 21 deildarleik á árinu 2014. Van Gaal segir að van Persie vanti sjálfstraust.

„Þetta er spurning um sjálfstraust og kannski þarf hann að skora glæsimark á réttum tíma til að komast í gang. Það gæti komið á morgun.

„Þið vitið hvernig framherjar eru. Þeir verða að skora mörk,“ sagði Hollendingurinn sem bætti við að van Persie þyrfti að berjast fyrir stöðu sinni í liðinu líkt og aðrir leikmenn.

Leikur Manchester United og Hull verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 15:00 í dag. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Þriðji sigur United í röð | Sjáðu mörkin

Manchester United vann sinn þriðja sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Hull City örugglega að velli á Old Trafford með þremur mörkum gegn engu.

Giggs segir margt líkt með þeim Van Gaal og Sir Alex

Ryan Giggs, aðstoðarmaður hollenska knattspyrnustjórans Louis van Gaal hjá Manchester United, segir að það sé ýmislegt líkt með þeim Van Gaal Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra Manchester United frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×