Erlent

Þrír létust í skotárás í Walmart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þrír létu lífið í skotárás í Las Vegas í Bandaríkjunum en hún fór að stórum hluta fram inni í versluninni Walmart.

Skotárásarmennirnir voru tveir en þeir særðu tvo lögreglumenn illa og urðu einum almennum borgara að bana. Þeir frömdu síðan báðir sjálfsmorð inni í versluninni.

Annar árásarmannanna mun hafa öskrað „Þetta er upphafið af byltingu“ áður en hann hóf að skjóta.

Skotárásin hófst inni á pítsustaðnum CiCi´s við verslunina en lögreglumennirnir voru þar staddir í hádegismat.

Mennirnir gengu inn á staðinn og skutu strax í áttina að lögreglumönnunum. Þaðan færðu mennirnir sig yfir inn í Walmart, skutu einn almennan borgara til bana áður en þeir tóku sitt eigið líf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×