Erlent

Nýr forseti Egyptalands sver embættiseið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Abdul Fattah al-Sisi, fyrrverandi stjórnandi egypska hersins, sór embættiseið sinn í morgun.
Abdul Fattah al-Sisi, fyrrverandi stjórnandi egypska hersins, sór embættiseið sinn í morgun. Vísir/AFP
Fyrrverandi stjórnandi egypska hersins, Abdul Fattah al-Sisi sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Egyptalands. al-Sisi sigraði í forsetakosningunum í síðasta mánuði með miklum yfirburðum. Nýji forsetinn ætlar að færa Egyptum frelsi og félagslegt réttlæti.

Abdul Fattah al-Sisi er 59 ára gamall og tekur við forsetaembættinu af Adly Mansour sem hefur gengt embættinu í kjölfar þess að Mohammed Morsi var steypt af stóli í júlí á síðasta ári. al-Sisi fékk yfirburðarkosningu eða tæp 97 prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var þó aðeins rétt tæp 50 prósent.

al-Sisi er fyrrverandi stjórnandi egypska hersins og fór fyrir valdaráni þegar Morsi var steypt af stóli. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Mikill öryggisviðbúnaður var í Kairó, höfuðborg Egyptalands í morgun þegar athöfnin fór fram.

Í ræðu sinni sem sjónvarpað var beint sagði al-Sisi að nú væri kominn tími til að hefja handa og vinna Egyptaland til velmegunar. Það eru mörg krefjandi verkefni sem bíða nýs forseta. Helst þykir balsa við vandamál í efnahagi Egyptalands. Mikill fátækt er í Egyptalandi en fjórðungur þjóðarinnar lifir undir fáttæktarmörkum.

al-Sisi hefur heitið því að lyfta grettistaki á efnahag landsins og vinna bug á fátækt. Það hyggst hann gera með mikilli uppbyggingu. Forsetinn hefur heitið því að byggja upp 26 ný ferðamannasvæði í Egyptalandi, reisa átta nýja flugvelli og taka í notkun 22 stór iðnaðarsvæði. Þessi verkefni munu skapa fjölmörgum störf.

Forsetinn lofar einnig að bæta öryggi þegna sinna. Hundruðir hafa fallið í árásum bræðralags múslima, hreyfingar Morsi, á síðastliðnu ári. Bræðalagið hefur verið stimplað sem hryðjuverkasamtök af egypska hernum en helstu leiðtogar bræðralagsins neita sök.

Margir stjórnmálaskýrendur óttast að al-Sisi muni sýna nokkra hörku í forsetaembættinu og að hann muni sýna ágreiningi lítið umburðarlyndi.

Fallbyssur hleypa af skotum við athöfnina í dag.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Mubarak dæmdur í þriggja ára fangelsi

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að draga sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli og þurfa að dúsa í fangelsi í fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×