Fótbolti

Ronaldinho til Mexíkó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldinho á blaðamananfundi.
Ronaldinho á blaðamananfundi. Vísir/Getty
Brasilíska goðsögnin Ronaldinho hefur skrifað undir tveggja ára samning við mexíkóska liðið Queretaro.

Ronaldinho varð samninglaus í sumar, en samningur hans við brasilíska félagið Atletico Mineiro rann út í sumar.

Brassinn hefur verið orðaður við mörg félög um allan heim til dæmis var rætt um á dögunum að hann væri á leið í indversku deildina, en nú er hann hins vegar mættur til Mexíkó.

Ronaldinho, sem var valinn besti leikmaður heims árin 2004 og 2005, mun spila í treyju númer 49, en að hans sögn er það hans happatala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×