Erlent

Óttast að þrjátíu hafi farist í bruna á elliheimili

Vísir/AP
Óttast er að þrjátíu vistmenn á elliheimili í kanadísku borginni Quebec hafi farist þegar eldur kom upp í húsinu. Slökkviliðið var strax kallað út en sökum mikilla kulda í borginni var slökkvistarf afar erfitt.

Frostið mældist  tuttugu og tvær gráður þannig að vatnið úr brunaslöngunum fraus. Vitað er að fimm eru látnir og tuttugu voru fluttir á sjúkrahús en allt að þrjátíu er saknað en ekki er að fullu ljóst hve margir vistmenna voru í heimsókn hjá fjölskyldum sínum þegar bruninn kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×