Erlent

Gagnrýnd fyrir að setja börnin í mikla hættu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þegar um mínúta er liðin af myndbandinu stekkur karldýrið allt í einu upp og má ætla að börnin hafi verið í talsverði hættu.
Þegar um mínúta er liðin af myndbandinu stekkur karldýrið allt í einu upp og má ætla að börnin hafi verið í talsverði hættu. SKJÁSKOT
Myndband af óhugnalegu athæfi tveggja barna, þar sem þau teygja sig út um glugga á bifreið aðeins örfáa metra frá tveimur ljónum hefur vakið athygli í netheimum. Daily Mail greindi meðal annars frá þessu á vefsíðu sinni.

Á myndbandinu sem tekið er í safari dýragarði í Suður-Afríku sjást börnin teygja sig út um gluggann til þess að mynda dýrin. Þegar um mínúta er liðin af myndbandinu stekkur karldýrið allt í einu upp og má ætla að börnin hafi verið í talsverði hættu.

Tveir fullorðnir voru með börnunum og hafa þeir verið harðlega gagnrýndir að taka þessa áhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×