Byrjunarliðin í leik Liverpool og Arsenal eru kominn í hús. Brad Jones heldur sæti sínu í markinu og Kolo Toure mætir sínu gömlu félögum.
Simon Mignolet er áfram út í kuldanum hjá Brendan Rodgers, en þetta er þriðji leikurinn í röð sem Jones er í markinu hjá Liverpool.
Kolo Toure er að fara mæta sínum gömlu félögum, en lið Arsenal er fremur sóknarþenkjandi í dag.a
Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD.
Liverpool: Jones, Toure, Skrtel, Sakho, Lucas, Henderson, Markovic, Coutinho, Gerrard, Lallana, Sterling.
Arsenal: Szczesny, Debuchy, Mertesacker, Chambers, Gibbs, Flamini, Oxlade-Chamberlain, Cazorla, Alexis, Giroud, Welbeck.
