Erlent

Störfum fjölgaði ekki mikið

Fjöldi fólks hætti að leita að vinnu og hverfur af lista yfir atvinnulausa.
Fjöldi fólks hætti að leita að vinnu og hverfur af lista yfir atvinnulausa. Fréttablaðið/Ap
Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði ekki jafn mikið í desember og búist var við. Um 74 þúsund störf bættust við í mánuðinum.

Störfum fjölgaði næstum þrisvar sinnum meira í fjóra mánuði í röð þar áður. Hagfræðingar nefna ofsakuldann sem eina skýringu fyrir því að störfum fjölgaði ekki meira.

Atvinnulausum fækkaði úr 7 prósentum í 6,7 prósent, sem er minnsti fjöldi atvinnulausra í fimm ár. Það segir þó ekki alla söguna, því fjöldi fólks hætti að leita að vinnu, og hverfur af lista yfir atvinnulausa þrátt fyrir að vera ekki með vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×