Erlent

Pútín lætur ekki vætu stoppa sig

Vladímír Pútín Pússlandsforseti lét sig ekki vanta á hersýningu í Belgrad í gær.
Vladímír Pútín Pússlandsforseti lét sig ekki vanta á hersýningu í Belgrad í gær. vísir/afp
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét vætusamt veður ekki hafa áhrif á sig þegar hann mætti á hersýningu í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær.

Hann var þangað mættur til að sýna Serbum stuðning en hátíðin er haldin í tilefni þess að sjötíu ár eru síðan Belgrad var frelsuð úr höndum nasista.

Alls taka um þrjú þúsund hermenn þátt í hersýningunni og þá munu Rússar einnig vera með mikla flugsýningu.

Setningarhátíð hersýningarinnar var þó flýtt um fjóra daga svo hún hentaði hinum önnum kafna Pútín betur en hann hefur í nógu að snúast þessa dagana. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×